Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Side 30

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Side 30
leið, sem lögreglan hafði leyft að gengin yrði, vatt sér að honum lögregluþjónn og sagði: „Hvor skal du hen?“ Grikkinn skildi auðvitað ekki orð og hrópaði það eina, sem hann kunni í íslensku: „Lifi lsland!“ 53. MANNI NOKKRUM varð svo að orði, er hann heyrði dóttur sína bölva all hressilega: „Það er ég viss um, að Guð mundi snúa sér við í gröfinni, ef hann heyrði til þín núna.“ 54. ÁSGEIR ÁSGEIRSSON var eitt sinn í forsetatíð sinni í heimsókn á Hrafnistu. Hann var þar kynntur fyrir nokkrum vistmönnum, en þegar átti að kynna hann fyrir Lása kokki, sem reyndar heitir Guðmund- ur, vildi forsetinn láta í ljós, að hann þekkti Lása. Hann kunni þó ekki við að kalla hann því nafni, en sagði: „Ég þekki nú Nikulás matsvein.“ 55. NOKKRIR MENN komu eitt sinn á sveitabæ. Þeim var vel tekið og kaffi borið fyrir þá, ásamt kaffi- brauði. Þegar þeir höfðu gætt sér á veitingunum nokkra stund, þreif húsmóðirin allt meðlætið af borð- inu og sagði: „Jæja drengir, þá er það molinn.“ 56. HREINN HREINSSON, sonur Hreins Pálssonar, söngvara og framkvæmdastjóra, var lengi skipstjóri 28

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.