Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 32

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 32
Söfnuðurinn var, sem vonlegt var, orðinn leiður á þessum aðferðum klerks og lék hugur á að vita hvaða boðskap hann hefði fram að færa í ræðum sín- um. Einn sunnudaginn, þegar margt var við messu, tók fólk að færa sig nær og nær predikunarstólnum til þess að mega nema orð prestsins. Fór svo að lokum að múgurinn umkringdi stólinn og mændi framan í sálusorgara sinn. Þá fyrst leit prestur með þóttasvip upp úr blöðum sínum og hreytti fyrirlitlega út úr sér: „Nú þykir mér pöpullinn vera farinn að færa sig upp á skaftið." 58. JÓHANN ÞÓRIR, ritstjóri skákblaðsins, var eitt sinn að hrósa Birgi Sigurðssyni prentara fyrir kven- hylli og persónutöfra. Hann sagði með aðdáunar- hreim: „Birgir, þessi ofsalegi kvennamaður," en bætti svo við: „og ég ekki síðri.“ 59. GUÐMUNDUR STOFNAUKI, sem svo var nefnd- ur, þótti á sinni tíð einn af skemmtilegri drykkju- mönnum í Reykjavík. Hann var lengst af „á bísanum“, eins og það er kallað, og var glúrinn við að útvega sér áfengi. Skipstjóri nokkur reyndi eitt sinn að fá Guðmund með sér í róður. 30

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.