Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Blaðsíða 34
Meðal þeirra var Ólafur Friðriksson, en hann var
lítt hrifinn af hugmyndinni um sambandsslitin og lét
það óspart í ljós. Einn viðstaddra ætlaði að kveða
Ólaf í kútinn og sagði: „Það er ekkert að marka þig,
Ólafur, því þú áttir danska ömmu.“
„Getur vel verið góði, en þú hefur sko aldrei átt
neina ömmu,“ svaraði Ólafur og lét sér hvergi bregða.
63.
ÞAÐ ER KUNNARA en frá þurfi að segja, að
mikill rígur hefur lengst af verið milli Stykkishólms-
búa og Ólafsvíkinga.
Ólafsvíkingur nokkur var eitt sinn staddur í Stykk-
ishólmi. Er hann kom að mjög stóru íbúðarhúsi, sem
nýríkur heimamaður var að láta reisa, hreytti hann
út úr sér: „Alltaf eru þeir jafn vitlausir þessir hólm-
arar. Nú eru þeir að byggja félagsheimili þar sem
engin bílastæði eru.“
64.
ÁRNI GRÉTAR FINNSSON, lögfræðingur, Stef-
án Gunnlaugsson, alþingismaður, og Kristinn Ó. Guð-
mundsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sátu eitt sinn
inni á Nausti og skröfuðu margt.
Varð þeim tilrætt um nýlátinn merkismann að
nafni Ágúst. „Hann var svo ansi hrifinn af þér,“
segir Árni við Stefán. „Jæja,“ svarar Stefán, „ég
held hann hafi verið ágætismaður.“
„Já, já. En honum gat nú skjátlast," varð þá Árna
að orði.
32