Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 44

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 44
Magnús framkvæmir nú fallið, en kemur nokkuð harkalega niður. Hann sest þó í sæti sitt og lýkur þar með fyrirlestrinum. Tveim dögum seinna hringir kunningi Magnúsar á Eskifirði í hann og spyr, hvort hann ætli ekki að sitja þing Bandalags leikfélaga, sem átti að hefjast í Reykjavík daginn eftir. „Jú,“ svarar Magnús, „ef ég verð gróinn sára minna.“ 88. I SAMKVÆMI NOKKRU varð fólki tíðrætt um hamingjuna og leyndardóma hennar. Einni konunni varð þá að orði: „Það er svo skrýtið með fólk, sem ekki er hamingjusamt, það verður aldrei ánægt.“ 89. GUÐMUNDUR SVEINSSON, skólameistari Fjöl- brautaskólans í Breiðholti, er víðlesinn og háfleygur heimspekingur. Barnabam hans, 5 ára telpa, var eitt sinn að leik með jafnaldra strák. Strákurinn spurði stelpuna erf- iðrar spurningar, sem hún gat ekki svarað. Guðmundur var þarna nærstaddur og spurði strák á móti með þjósti: „Hvaða grundvallarrök færir þú fyrir þessari spurningu þinni, drengur minn?“ 90. I UTVARPSÞÆTTI fyrir mörgum árum var hringt í fólk í öllum landsfjórðungum og borin fram 42

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.