Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Síða 48

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Síða 48
100. PÁLL NEFNIST MAÐUR, all ruddafenginn og hranalegur til orðs og æðis. Kona hans kallaði eitt sinn inn í stofu til hans: „Það er matur Páll.“ „Matur, það held ég sé nú matur,“ hreytti Páll þá út úr sér. 101. ÞEGAR JÓN RAFNSSON varð sjötugur héldu ýmsir félagar hans honum veglegt hóf, þar sem marg- ar snjallar ræður voru fluttar. Einn ræðumanna lét þess getið, að löngum hefði verið stormasamt í kringum Jón og væri gaman að vita, hvernig viðrað hefði þegar hann fæddist. Hann skoraði á Pál Bergþórsson, sem var meðal veislu- gesta, að fræða viðstadda um það. Páll svaraði með þessari vísu: Því valt er að treysta, þó veðurmenn segi um veðurfar á hans fæðingardegi. En einu ég veit, að þið öll saman trúið. Um leið og hann birtist var lognið búið. 102. JÓN RAFNSSON orti, er Hannibal Valdimarsson yfirgaf Alþýðubandalagið: Þú ert farinn þrumukjaftur, þín ég sakna lengi skal. En komdu bara ekki aftur elskulegi Hannibal. 46

x

Íslenzk fyndni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.