Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 53

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 53
Hún sagði að svo væri ekki, en þeir héldu helst, að hún væri haldin einhvers konar ofnæmi. Þá orti maðurinn: Það liggur við ég lái henni. Lilju amar þreyta. Að ofnæminu á henni allt of margir leita. 113. UNG STÚLKA ljóðaði á mann sem ekki þótti sér- lega fríður sýnum: ó, mér væri ekki tregt, að eiga með þér nætur. Hann svaraði: Finnst það engum furðulegt, því fjandi er ég sætur. 114. KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, sem ætíð var nefnd- ur Kristján smiður, bjó á Bíldudal um síðustu alda- mót. Hann var mjög snjall hagyrðingur. Samtímis honum á Bíldudal var maður, er Jón Reykfjörð hét. Jón sendi Kristjáni þessa vísu: Margur held ég fengi frið. Á falsinu minna bæri, ef kjafturinn á Kristján smið kalfattaður væri. Kristján svaraði: 51

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.