Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 54

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 54
Reykfjörð lagar ljóðin ýkt, ljúfan til að styggja. Ekki er vert að yrkja um slíkt. Oft má satt kyrrt liggja. 115. KRISTJÁN SMIÐUR og Sumarliði á Fossi komu í búð á Bíldudal. Afgreiðslumaðurinn lofaði að gefa þeim þeirra brennivínsflösku, er ort gæti betri vísu um mann nokkurn er Jón hét og þótti kvensamur mjög. Kristján byrjaði: Jón fær skjól í kvennakrans, klæðasól að spanna. Þá eru jólin heilög hans, ef hittir í bóli svanna. Sumarliði vann keppnina, en vísa hans er þannig: Jón í hnipur vífin við vekur lipur gaman. Annan svip fær andlitið augun kiprast saman. 116. HARALDUR FRÁ KAMBI orti á góðglaðri stund: Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima mikið. Nú er horfið Norðurland. Nú er ég kominn yfir strikið. 52

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.