Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 67

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 67
Þekkirðu prettapiltinn þann, sem píkum glettur bíður. Rósa svaraði: Árna settan sýslumann, sem á spretti ríður. 148. KRISTMANN OG KONURNAR HANS Sumir vilja sífellt hjá sjálegum konum hátta, sem kasta steini Kristmann á með konurnar sínar átta. Aldný Magnúsdóttir. 149. ÞÓRÐUR GUÐBJARTSSON á Patreksfirði kom eitt sinn á sýsluskrifstofuna. Jóhann Skaptason var þá sýslumaður Barðstrendinga og fór hann að krefja Þórð um eftirstöðvar af gjöldum hans. Þórður þumbaðist við að borga og lyktaði málinu svo, að sýslumaður bauð honum að ljúka skuldinni, sem var smáræði, með því að yrkja um sig vísu á staðnum. Þórður kvað það reynandi og mælti: Menn að þrói mælskukraft, mínu fróar eyra. En þegar Jóhann þenur kjaft, þá er nóg að heyra. 65

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.