Fréttablaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 2
Mennirnir eru lausir úr einangrun. Rampað upp í Kópavogi Tvö hundraðasti hjólastólarampur verkefnisins Römpum upp Ísland, var vígður í Hamraborg í Kópavogi í gær. Það var Valdimar F. Valdimarsson, verkefnisstjóri hjá Kópavogsbæ, sem vígði rampinn, sem stendur við Reynisbakarí. Þúsund rampar verða settir upp á Íslandi á næstu fjórum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ragnar Þór Ingólfsson fékk fjölda skilaboða eftir að glöggir sjónvarpsáhorfendur sáu glitta í páskaegg á skrif­ stofunni hans. Hann segist vera mikið páskabarn og skilja átökin eftir í vinnunni. odduraevar@frettabladid.is SAMFÉLAG „Ég er bara augljóslega mjög mikið páskabarn,“ segir Ragn­ ar Þór Ingólfsson, formaður VR, hlæjandi þegar hann er spurður út í páskaeggið sem leynist í bókahillu á skrifstofu hans og vakti mikla athygli í viðtali við formanninn í kvöldfréttum RÚV eftir landsþing ASÍ. „Ég fékk mjög sterk viðbrögð út af þessu viðtali en ég fékk fjölda léttra pósta líka þar sem ég fæ athuga­ semdir eins og „Hver borðar ekki páskaeggið sitt?!“ og eitthvað slíkt, þetta var mjög fyndið.“ Ragnar hætti eins og frægt er orðið við formannsframboð í ASÍ fyrr í vikunni og segist hafa velt fyrir sér hvort hann ætti að birta mynd af egginu á samfélagsmiðlum til þess að fá syndaaflausn. Hann kveðst ekki hafa ætlað að hamstra súkkulaði fyrir komandi vetur, heldur hafi hann fengið eggið fyrir þátttöku sínu í fjáröflunarverk­ efni Rynkeby fyrir langveik börn. „Þannig að eggið endaði einhvern veginn hér. Við höfum tekið þátt í tvö skipti, 2020 og 2021 og ætlum aftur núna. Allur ágóðinn rennur til Umhyggju og í verkefninu söfnuðust 35 milljónir í fyrra,“ útskýrir Ragnar. „Og þetta snýr að því að við erum sem sagt að fara að hjóla frá Danmörku til Parísar, 1.300 kíló­ metra leið, um það bil. Þannig að þótt ég sé í átökum þá er maður nú Páskaegg Ragnars Þórs fær sínar fimmtán sekúndur Páskaeggið hans Ragnars vakti mikla athygli enda október. MYND/AÐSEND Ég hef oft gert grín að því að maður er bund- inn neikvæðri umræðu. Ragnar Þór Ingólfsson, for- maður VR benediktboas@frettabladid.is SKÓLAMÁL Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur ákveðið að stofna starfshóp til að móta tillögur og aðgerðaáætlun til næstu fimm ára. Í bókun meiri­ hlutans kemur fram að leikskóla­ mál í bænum séu almennt með því besta sem gerist á landinu. „Sú stað­ reynd að uppbygging leikskólans í Helgafellshverfi stefnir að óbreyttu í að verða með dýrustu leikskólum landsins, sýnir nauðsyn þess að staldrað sé við og málið skoðað frá öllum sjónarhornum,“ segir meiri­ hlutinn. Sjálfstæðisflokkurinn benti á að staðan sé svo góð í málaflokknum að óþarfi sé að búa til starfshóp. Flokkurinn afþakki því setu í starfs­ hópnum en skori á nýjan meirihluta að tefja ekki frekar uppbyggingu á téðum leikskóla, heldur bjóða út verkið eins fljótt og auðið er eins og til stóð í byrjun sumars. n Stofna nefnd um dýrasta leikskólann Sjálfstæðisflokkurinn afþakkaði setu og skor- ar á nýjan meirihluta að bjóða verkið út eins fljótt og auðið er. Styrkirnir eru veittir til að þýða á íslensku mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Jafnframt eru veittir styrkir til þýðinga vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2022 Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á islit.is Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um þýðingastyrki lovisa@frettabladid.is odduraevar@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Héraðs dómur hefur fallist á beiðni héraðs sak sóknara um að fram lengja gæslu varð­ hald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa skipu lagt hryðju verk. Mennirnir munu ekki lengur sæta einangrun heldur fara nú í lausagæslu. Búið er að kæra úrskurðinn til Landsréttar. Þetta stað festa lögmenn mannanna tveggja, Ómar Örn Bjarnþórsson og Einar Oddur Sigurðsson. Mennirnir hafa verið úr skurðaðir í fjögurra vikna gæslu varð hald til við bótar. Báðir hafa setið í gæslu varð haldi síðan 21. septem ber síðast liðinn, eftir um fangs miklar að gerðir sér­ sveitarinnar. Fram hefur komið að lög reglan, þing menn Pírata, Sól veig Anna Jóns dóttir, for maður Ef lingar, og Gunnar Smári Egils son, for maður fram kvæmda stjórnar Sósíal ista ­ flokksins, hafi verið mögu leg skot ­ mörk mannanna. n Fjögurra vikna gæsluvarðhald stundum að reyna að láta gott af sér að leiða og ég þarf náttúrulega að halda mér í fantaformi ef ég ætla að hjóla einhverja 1.300 kílómetra á sjö dögum, þá er eins gott að vera með sigg á rassinum,“ segir Ragnar Þór hlæjandi. „Þetta var í rauninni falin auglýs­ ing,“ skýtur Ragnar inn í á léttu nót­ unum. Aðspurður hvort páskaeggið fái að hanga lengur á skrifstofunni segir Ragnar: „Ég get alveg sagt þér það og viðurkennt að það hefur ekki verið forgangsverkefni hjá mér að borða það eða koma því í góðar hendur síðustu daga og vikur,“ segir Ragnar enn hlæjandi. Hann segir ágætt að fá að ræða léttari mál af og til en verkalýðs­ málin, sem hafa verið einkar þung síðustu daga. „Auðvitað eru átök hluti af starfinu og ég hef oft gert grín að því að maður er bundinn neikvæðri umræðu. En maður er ekki svona heima hjá sér og verður svolítið að skilja togstreituna eftir í vinnunni.“ n 2 Fréttir 15. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.