Fréttablaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 84
Stefnan er sett á að bíll-
inn geti náð þriðja stigs
sjálfkeyrslu sem þýðir
að ökumaður þarf ekki
að stýra bílnum.
Í Corolla Cross er
fimmta kynslóð tvinn-
kerfis Toyota sem
er þar notuð í fyrsta
skipti.
njall@frettabladid.is
Fyrr á þessu ári tilkynntu Honda og
Sony um samstarf til að framleiða
raf bíla undir nafninu Sony Honda
Mobility. Nýja fyrirtækið tilkynnti
í vikunni að fyrsti bíll þeirra yrði
frumsýndur í janúar á næsta ári, rétt
fyrir Consumer Electronic-sýning-
una í Las Vegas.
Bíllinn mun þó ekki koma á
markað fyrr en 2026 en hægt verður
að panta hann frá byrjun árs 2025.
Mun hann verða framleiddur í verk-
smiðju Honda í Bandaríkjunum þar
sem fyrstu eintök hans verða seld.
Stefnan er sett á að bíllinn geti náð
þriðja stigs sjálfkeyrslu sem þýðir
að ökumaður þyrfti ekki að stýra
bílnum. Með tilkynningunni fylgir
mynd sem sýnir aðeins hluta húdds
og hurðar. Ef bíllinn verður byggður
á Vision S 02 hugmyndabílnum
verður um stóran bíl að ræða sem
er 4.850 mm að lengd, með tveimur
rafmótorum sem skila samtals 563
hestöflum og fer í hundraðið á undir
fimm sekúndum. n
Bíll Honda og Sony kynntur á nýju ári
njall@frettabladid.is
Hongqi er nýtt bílamerki hjá BL
við Sævarhöfða og verður af því
tilefni haldin sérstök frumsýning
í dag, laugardag, milli klukkan 12
og 16. Á sýningunni verður f lagg-
skip framleiðandans, hinn fjór-
hjóladrifni Hongqi E-HS9, kynnt og
verður reynsluakstursbíll til taks á
staðnum.
Hongqi E-HS9 er stór og rúm-
góður en Hongqi hefur fram-
leitt bifreiðar allt frá árinu 1958.
Staðalbúnaður í grunngerðinni er
vítt opnanlegt glerþak, rafstýrður
afturhleri og þykkari bílrúður en
venja er til að auka hljóðvist í far-
þegarýminu. Við framsæti Exclu-
sive eru auk þess fjórir skjáir sem
samanstanda af stafrænu mæla-
borði og þremur upplýsinga- og
af þreyingarskjáum.
BL býður Hongqi E-HS9 í sex og
sjö sæta útgáfum sem boðnar eru í
þremur búnaðarútfærslum; Com-
fort, Premium og Exclusive. Útgáf-
urnar Comfort og Premium eru
með sæti fyrir sjö manns (2x3x2)
og Exclusive fyrir sex (2x2x2). Com-
fort-útfærslan er búin 84 kWst raf-
hlöðu sem skilar 435 hestöflum og
396 km drægi á meðan Premium
og Exclusive hafa 99 kWst raf-
hlöðu og 551 hestafls rafmótor og
er drægi beggja útgáfa 465 km.
Hongqi hefur fengið góðar við-
tökur á mörkuðum Evrópu þar
sem bíllinn er kominn í sölu, ekki
síst Noregi, þar sem selst hafa um
1.300 eintök frá því að salan hófst
fyrr á þessu ári. Auk Íslands eru
um þessar mundir að taka til starfa
umboð fyrir merkið í Svíþjóð og
Hollandi. n
BL frumsýnir Hongqi-lúxusrafbílinn
Nýjasta útgáfan af Corolla,
Corolla Cross, verður frum-
sýnd hjá viðurkenndum
söluaðilum Toyota í nóvem-
ber.
njall@frettabladid.is
Um er að ræða Corolla í jepplings-
útgáfu, bæði með og án fjórhjóla-
drifs þó gera megi ráð fyrir að fjór-
hjóladrifsútgáfan verði vinsælli
hérlendis. „Það má með sanni segja
að Corolla Cross sé bíll sem smell-
passar inn í íslenskar aðstæður.
Þetta er sportjeppi sem í stærð er
á milli Yaris Cross og RAV4,“ segir
Toyota kynnir Corolla
Cross á Íslandi í nóvember
Toyota Corolla
Cross var
kynntur á Spáni í
vikunni þar sem
blaðamaður
Fréttablaðsins
reynsluók hon-
um en fjallað
verður um
hann í bílablaði
Fréttablaðsins
2. nóvember.
FRÉTTABLAÐIÐ/
NJÁLL
Hongqi E-HS9
er meðal
annars búinn
skynvæddum
hraðastilli,
AVAS-hljóðvið-
vörunarkerfi,
rafrænu stöðug-
leikakerfi,
ákeyrsluvið-
vörun, umferð-
arskynjara að
aftan og meiri
öryggisbúnaði.
MYNDIR/HONGQI
Páll Þorsteinsson, kynningarstjóri
Toyota, um bílinn.
Í Corolla Cross er fimmta kynslóð
tvinnkerfis Toyota sem er þar notuð
í fyrsta skipti. Corolla Cross sam-
einar kosti rúmgóðs fjölskyldubíls
og jepplings. Farangursrýmið er 433
lítrar og stækkar í 1.337 lítra þegar
aftursætin eru felld niður. Hann
er vel búinn með 2,0 lítra vél, 197
hestöfl og aðeins 7,5 sekúndur úr
kyrrstöðu í 100 km hraða. Corolla
Cross verður fáanlegur í þremur
útfærslum, Active, Active + og Lux-
ury og kostar framhjóladrifinn frá
6.590.000 kr. Fjórhjóladrifinn kostar
hann frá 6.990.000 kr. n
Vision S 02 hugmyndabíllinn er líkleg útkoma nýs bíls Sony og Honda en
ekkert hefur verið gefið upp um það af hálfu Sony Honda Mobility enn þá.
E-HS9 Exclusive
gerðin er búin
meiri tækni en
margir eiga að
venjast, svo
sem loftpúða-
fjöðrun, nappa-
leðurákvæði og
nuddi í sætum
ökumanns og
farþega.
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
„... heillandi og hættulegur
[heimur], nákvæmlega
eins og fantasíuheimar
eiga að vera.“
BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
FRÉTTABLAÐIÐ
52 Bílar 15. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐBÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 15. október 2022 LAUGARDAGUR