Fréttablaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 87
tsh@frettabladid.is Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningarstjóraspjalli í Hafnarhús- inu í dag klukkan 12, í tengslum við sýninguna Иorður og niður: Samtímalist á Norðurslóðum. Þar munu sýningar stjórarnir Markús Þór Andrésson f rá Listasaf ni Reykjavíkur, Jaime DeSimone frá Portland Museum of Art og And- ers Jansson frá Bildmuseet, ræða saman um sýninguna. Sýningarstjóraspjall í Hafnarhúsi tsh@frettabladid.is Sigurður Atli Sigurðsson opnar sýninguna Haugar í Gallery Port kl. 16 í dag. Sýningin samanstend- ur af prentverkum og ljósmyndum sem Sigurður lýsir sem hálfgerðum portrett- og landslagsmyndum. „Ég sýndi í Skaftfelli á Seyðisfirði 2016 ljósmyndir af hárgreiðslum á fólki aftan frá. Ég geri oft verk sem fókusa á einhverja einingu, þarna er manneskjan einfölduð og öll per- sónueinkenni afmáð og þú horfir bara á klippinguna. Þá geturðu litið á einstaklinginn út frá einhverju einu atriði,“ segir hann. Hann kveðst síðan hafa unnið ljósmyndirnar áfram í tölvu, teygt þær til og bjagað. „Þetta eru fimm ljósmyndir af svona hármössum og fólki. Síðan er ég líka með grafíkprent þar sem ég notaði hárkollur til að prenta. Þá tek ég hárkollu, þek hana í prent- farva og prenta hana í grafíkpressu beint á pappír,“ segir hann. Í sýningartexta lýsir Sigurður innblæstri verkanna, sem hann segir hafa kviknað í kjölfar þess að hann dvaldi á námusvæðinu Zollverein í þýska bænum Essen árið 2014. Þar var stundaður námugröftur í yfir hundrað ár áður en því var hætt á 9. áratugnum og svæðið sett á heimsminjaskrá. „Á þessum slóðum eru aflíðandi hólar og hæðir, manngert landslag. Á einni hæðinni stendur skúlp- túr eftir Richard Serra, gríðar- stór stálplata sem trónir á toppi fimmtíu metra hárrar hrúgu af úrgangi úr námugreftri. Skúlptúr- inn tekur á sig trúarlega mynd eins og legsteinn á toppi greftrunar- haugs stóriðjunnar. Þegar ég stóð á malarplaninu sem umkringir verkið gat ég ekki hugsað um annað en negatíva rýmið undir jörðinni, sem haugurinn holaði út,“ segir Sigurður. „Lögun manneskjunnar er teygð í form landslags sem minnir á fjöll, haug eða hrúgu. Einhver atburður skapaði þetta form, truflun á jafn- sléttunni, hvort sem það kom til af náttúrunnar hendi eða manna- völdum. Haugarnir bera vitneskju um atburðinn, eru minnisvarðar þess sem gerst hefur.“ Sigurður Atli lærði myndlist á Íslandi og í Frakklandi. Hann rekur Y gallery, Prent & vini og Reykjavík Art Book Fair auk þess sem hann starfar sem forstöðumaður verk- stæða við Listaháskóla Íslands. n Ljósmyndar hár og prentar hárkollur Sýningarstjórarnir Markús Þór Andrésson, Jaime DeSimone og Anders Jansson. MYND/AÐSEND Sigurður Atli Sigurðsson vinnur með hár sem viðfang og efnivið í nýjustu sýningu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Jónas Reynir er höfundur sem liggur mikið á hjarta. Það skín í gegn í Kákasusgerlinum sem er sprengfullur af forvitnilegum hugmyndum.“ Ragnheiður Birgisdóttir / Morgunblaðið „... furðuleg og falleg bók, vel skrifuð, húmorísk og snjöll.“ Snædís Björnsdóttir / Morgunblaðið LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | Sunnudaga 12–16 | www.forlagid.is Иorður og niður er myndlistar- sýning unnin í samstarfi þriggja listasafna, Portland Museum of Art í Maine-fylki í Bandaríkjunum, Bildmuseet í Umeå í Svíþjóð og Listasafns Reykjavíkur á Íslandi. Þar sýna þrjátíu listamenn ný verk sem takast á við þær breytingar sem eru að verða á samfélagi, nátt- úru og lífríki á norðurslóðum í upphafi 21. aldarinnar og eru að stórum hluta tilkomnar vegna loftslagsbreytinga. „Listamenn eru landkönnuðir nútímans, þeir rannsaka áleitin efni og nýta sér tilf inningaleg áhrif listar og frásagnarmöguleika hennar sem hvata til breytinga. Loftslags- og umhverfisbreytingar, auk sársaukafullrar sögu nýlendu- væðingar innfæddra þjóða, hafa leitt til sköpunar nýrra lista- verka sem fást við þungan straum félags-, efnahags-, stjórnmála- og umhverfislegra áskorana um gjörv- allt Norðrið,“ segir í sýningartexta Иorður og niður. Sýningin mun ferðast á milli samstarfsaðila frá febrúar 2022 til október 2023. Verkefnið nýtur stuðnings fjölmargra aðila, svo sem Loftslagssjóðs, Arctic Cooperation Programme, Bandaríska sendi- ráðsins á Íslandi, Norræna menn- ingarsjóðsins, Norrænu menning- argáttarinnar og Eimskips. n LAUGARDAGUR 15. október 2022 Menning 55FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.