Fréttablaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 70
Mata Hari var dæmd til dauða og tekin af lífi af aftöku- sveit á þessum degi fyrir 105 árum. Margaretha Geertruida Zelle, áður en hún flutti til Parísar þar sem hún varð fræg fyrir erótískar danssýningar undir nafninu Mata Hari. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Í dag eru liðin 105 ár frá því að Mata Hari var tekin af lífi af franskri aftökusveit sem skipuð var tólf mönnum. Hún fæddist í Hollandi en varð frægur dansari í upphafi tuttugustu aldarinnar, ásamt því vera sökuð um njósnir. birnadrofn@frettabladid.is Margaretha Geer- truida Zelle fæddist í Hollandi 7. ágúst árið 1876. Hún gift- ist átján ára gömul hollenskum herforingja sem starf- aði í nýlendum Hollendinga þar sem nú er Indónesía. Þangað flutti Zelle með eiginmanni sínum en hjóna- bandið varði ekki lengi. Eiginmaður Zelle var alkóhólisti og beitti hana of beldi. Hún sagði í bréfum sem hún skrifaði á árunum 1902-1904 að hann hefði vakið með henni ógeð á kynlífi og smitað hana af sárasótt. Zelle fór frá manninum en skilnaðurinn endaði með deilum og neitaði hann til að mynda að greiða henni framfærslulífeyri. Það varð til þess að Zelle neyddist til að skilja dóttur þeirra eftir hjá föður sínum, þegar hún flutti til Evrópu. Við komuna til Evrópu bjó Zelle við sárafátækt og viðurkenndi hún sjálf síðar að hafa þurft að stunda vændi til að lifa af. Hún starfaði einnig í sirkus í París og sem fyrir- sæta fyrir listmálara. Í París varð goðsögnin Mata Hari til. Mata Hari Árið 1904 byrjaði Zelle að sýna eró- tíska dansa undir nafninu Mata Hari. Hún vakti mikla athygli og varð nafn hennar fljótt þekkt víða enda hafði hún lært austræna dansa og menningu á árum sínum í Mal- asíu. Hún sagðist vera prinsessa frá Jövu og spann upp ýmsar framandi sögur um líf sitt og uppruna. Mata Hari var lýst sem konunni sem gat vafið karlmönnum um fingur sér og fengið þá til að gera allt sem hún vildi. Hún var af mörgum sögð fegursta kona Evrópu og átti í samböndum við háttsetta og valda- mikla menn. Mata Hari varð ekki bara fræg í Frakklandi heldur fyllti hún samkomuhús um alla Evrópu. Ferill hennar varð ekki langur þrátt fyrir vinsældir hennar, heldur tóku þær að dvína við upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar. Síðasta sýn- ing hennar fór fram í mars árið 1915, hálfu ári eftir að stríðið hófst. Tengsl Mata Hari við háttsetta menn var það sem margir segja að hafi orðið henni að falli. Vitað er að hún átti í sambandi við þýskan sendimann, búsettan í Madríd, en sá maður sendi yfirmönnum sínum símskeyti þar sem hann lýsti njósn- ara sem bar dulnefnið H-21. Lýsing- arnar þóttu eiga við Mata Hari og var hún sökuð um njósnir. Í kjölfarið fóru frönsk yfirvöld fram á að Mata Hari stundaði njósn- ir fyrir Frakka. En í febrúar árið 1917 var hún handtekin og færð í St. Lazare fangelsið í París. Í júlí hófust réttarhöld yfir henni þar sem hún var ásökuð um að hafa opinberað upplýsingar sem áttu þátt í dauða um 15 þúsund hermanna. Mata Hari var dæmd til dauða, og þennan dag fyrir 105 árum, þann 15. október árið 1917, var hún leidd fyrir tólf manna aftökusveit og skotin til bana. Mata Hari hélt alltaf fram sak- leysi sínu og er sögð hafa sýnt mikið hugrekki fram á síðasta augnablik. Einhverjar sannanir eru fyrir því að Mata Hari hafi stundað njósnir og að jafnvel hafi hún um tíma leikið tveimur skjöldum og unnið bæði fyrir Frakka og Þjóðverja. Hún er gjarnan kölluð „mesta njósna- kvendi sögunnar,“ en f lestir sem þekkja til eru þó sammála um að sú hafi ekki verið raunin. Mata Hari hafi þekkt valdamikið fólk og borið slúður á milli. n Mata Hari tekin af lífi fyrir njósnir Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is Þessar myndir voru teknar af Mata Hari árið 1906 en þá var hún afar þekkt í Frakklandi og víðar í Evrópu. Eins og sjá má var hún ögrandi í klæðaburði og fasi og af mörgum var hún talin fallegasta kona í Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 38 Helgin 15. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.