Fréttablaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 41
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 30. október nk.
Upplýsingar veita Elín Dögg Ómarsdóttir,
elin@hagvangur.is, og Katrín S. Óladóttir,
katrin@hagvangur.is.
Með umsókn skal fylgja kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og
rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.
Á Sólheimum í Grímsnesi búa að jafnaði yfir
100 manns og eru starfsmenn Sólheima um
70 talsins. Hlutverk Sólheima er að skapa
sjálfbært samfélag, byggt á kristnum gildum
og hugmyndum mannspeki, sem veitir íbúum
tækifæri til að vaxa, þroskast og vera virkir þátt-
takendur. Starfsmenn Sólheima og aðstaða er
sniðin að því að þjóna fólki með fötlun sem
býr yfir starfsgetu.
Gildi Sólheima eru kærleikur, fagmennska,
sköpunargleði og virðing.
Forstöðumaður
Sólheimar auglýsa eftir drífandi einstaklingi til að taka að sér starf
forstöðumanns Sesseljuhúss og tveggja gistiheimila Sólheima. Starfið
felur í sér ábyrgð og umsjón með daglegum rekstri. Forstöðumaður er
leiðandi og mótandi í sjálfbærni og umhverfisvernd innan Sólheima.
Hann hefur m.a. umsjón með móttöku gesta, fræðslu um Sólheima og
sjálfboðaliðum sem koma til starfa á Sólheimum. Auk þess hefur hann
umsjón með gistiþjónustu og starfsemi sem henni tengist. Hagstætt
og gott leiguhúsnæði er í boði en búseta á staðnum er æskileg.
Helstu verkefni er varða Sesseljuhús og sjálfboðaliða
• Daglegur rekstur og umsjón
• Framkvæmd samstarfssamninga Sesseljuhúss
• Móttaka gesta og kynning á sögu og starfsemi Sólheima,
umhverfissetri og sjálfbærni
• Stuðla að frekari sjálfbærni og umhverfisvernd innan Sólheima
og efla vitund íbúa með kynningum og fræðslu
• Ábyrgð á ráðstefnuhaldi, sýningum og fræðslu sem tengist
sjálfbærni og öðru sem samræmist starfseminni
• Öflun styrkja
• Samskipti og samstarf við fyrirtæki, stofnanir, hópa sem tengjast
starfseminni og samfélög sem falla undir ECO villages eins
og Sólheimar
• Stuðla að komu hópa og efla samstarf við erlenda háskóla
á sviði sjálfbærni
• Umsjón með sjálfboðaliðum og aðstöðu þeirra
Helstu verkefni er varða Gistiheimilin Veghús og Brekkukot
• Ábyrgð á daglegum rekstri gistiheimilanna
• Dagleg umsjón með rekstri gistiþjónustunnar, s.s. bókanir, umsjón
með bókunarvefjum, gestamóttaka, reikningagerð, þjónusta
við gesti, skipulag, tilboðsgerð í gistingu og o.fl.
• Stuðla að markaðssetningu á gistiheimilum, Vigdísarhúsi
og Sesseljuhúsi í samráði við framkvæmdastjóra og stjórn
• Eftirlit með þrifum á gistiheimilum og tryggja að verkferlum sé fylgt
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, umhverfisfræði kostur
• Þekking og brennandi áhugi á umhverfisvernd og sjálfbærni
• Þekking og reynsla af rekstri gistiheimila er æskileg
• Reynsla í kynningar- og fræðslumálum
• Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná árangri
• Lausnamiðuð hugsun
• Mannkærleikur
• Góð færni í ræðu og riti á íslensku og ensku
hagvangur.is
Sótt er um starfið
á hagvangur.is
Þátttakandi í íslensku
atvinnulífi í meira en
50 ár
hagvangur.is