Fréttablaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 74
„Ég byrja oft bara á því að fara yfir
handritið. Hvað stendur þar, hvað
segir mín persóna og hvað er sagt
um hana,“ segir hún, en með þessu
leggur hún drög að uppkasti sem
síðar meir þróast og mótast.
„Ég vil átta mig á stóru myndinni
og reyna að átta mig á því sem höf-
undurinn er að segja. Þá líður mér
eins og ég sé að teikna útlínurnar, en
svo fer ég inn og bæti við litum. Þá
byrjar yfirleitt persónan að lifna við
og hreyfa sig. Smám saman verður
þetta svo að lifandi manneskju,“
segir hún og bætir við: „En rauði
þráðurinn er sá að ég er alltaf að
leita að mennskunni. Sama hversu
ógeðfelld persónan er, eða ólík mér,
þá verð ég að finna innra með mér
skilning á henni. Ég verð að geta
samsamað mig með henni.“
Sumarljós og svo kemur nóttin
Svandís segir að samstarfið við Elfar
Aðalsteinsson, leikstjóra myndar-
innar hafi verið frábært og hún hafi
fengið mikið pláss til að þróa sína
eigin persónu.
„Ég leik hana Þuríði. En bókin er
rosalega margar sögur. Við fáum
að vera fluga á vegg og fylgjast með
fólkinu í þorpinu. Persónan mín
er svo ein sagan. Hún er algjörlega
yndisleg kona, afskaplega góð. Hún
er hjúkrunarfræðingur þorpsins,
hjálpsöm og í raun algjör kær-
leiksbjörn sem hefur afskaplega
mikla ást að gefa en hefur ekki enn
fundið ástina. En hún byrjar síðan
að banka upp á úr ólíklegustu átt,“
segir hún.
„Elvar er algjör listamaður sem
unun er að vinna með. Hann nær
að fanga Kalman í þessari mynd og
ljóðrænan er í þorpsröddinni sem
Vigdís Gríms talar fyrir og hún gerir
það alveg ótrúlega vel enda er hún
algjör töfrakona. Hann nær að halda
þessari einlægni og berskjöldun í
persónunum. Það eru engir stælar
þar sem hann treystir persónunum.“
Alltaf verið skapandi
Svandís Dóra segir að hún hafi allt
frá því hún var barn verið skapandi
manneskja og snemma haft til-
hneigingu til þess að búa til eigin
veröld, þrátt fyrir að hún kæmi ekki
sjálf úr leikarafjölskyldu.
„Ég gat setið heilu stundunum ein
með sjálfri mér þar sem ég ímynd-
aði mér heilu heimana. En ég kem
meira úr svona íþróttabakgrunni
og hestamennsku og það var enginn
sem ég þekkti sem var leikari. En ég
hef alltaf verið mjög skapandi,“ segir
hún. Svandís Dóra ólst upp í Kópa-
vogi en var þó ávallt með annan
fótinn á landsbyggðinni.
„Ég segi yfirleitt að ég sé svona
til helminga Kópavogsmær og svo
komin úr Gnúpverjahreppi. Sem
reyndar heitir Skeiða- og Gnúp-
verjahreppur í dag. En þar erum við
með litla jörð og hús. Þannig að ég er
mikil sveitamanneskja.“
Leiklistin kallar
Svandís segir að hún hafi snemma
vitað að hún vildi leggja fyrir sig
leiklistina en hafi þó ekki tekið
það hlutskipti fyllilega í sátt fyrr en
síðar. Hún sótti nám í Versló vegna
Nemó en endaði þó ekki á því að
fara í prufur fyrr en á síðasta ári sínu
og komst þá strax inn.
„Þar fæ ég frábært hlutverk, en
sýningunni sem ég tók þátt í var
leikstýrt af Jóhanni G. Jóhannssyni.
Að endingu sagði hann hreinlega
við mig: Svandís, þú átt bara að vera
í þessu, hvað ertu að pæla?“
Eftir menntaskólann tók við nám
í Listaháskólanum þar sem örlögin
börðu aftur að dyrum.
„Við maðurinn minn kynnumst
í nemendaleikhúsinu í Listaháskól-
anum. Hann er leikskáld og var að
skrifa eitt af útskriftarverkefnunum
og við kynnumst þarna en vorum
fyrst bara vinir,“ segir hún, en Svan-
dís Dóra er gift Sigtryggi Magna-
syni, leikskáldi og rithöfundi.
Blóðugt bónorð í Berlín
Það var í enda námsins sem þau
náðu saman, en Svandís segir sam-
bandið hafa þróast hratt eftir að
hann bað hana að vera í verki eftir
sjálfan sig. „Þetta gerðist í raun allt
rosalega hratt, þar sem við urðum
ástfangin þarna í kringum mína
útskrift.“
Tveimur árum seinna í Berlín hafi
þau svo ætlað að hitta vini sem voru
þar við sýningar á dansverki. „Þetta
var sýningin eftir Ernu Ómars og við
ætluðum bara að hitta þarna vini,
eða að minnsta kosti var það þann-
ig sem ég hélt að þetta yrði. Þegar
við ætluðum baksviðs eftir á komu
dansarar á móti og okkur og sögðu:
„Hey, förum eitthvað að fíflast,“ og
þá byrjuðum við smá svona spuna,“
eitthvað sem Svandís Dóra segir að
sé henni eðlislægt enda oft stutt í
spunann hjá leiklistarfólki.
„Fyrir aftan okkur var altari sem
var allt í blóði með útlimum hang-
andi á sér og dansararnir sjálfir voru
útataðir í blóði. Svo sat ég þarna og
dansararnir mættu með fötu fulla af
blóði sem Sigtryggur teygði sig ofan
í og náði í hringabox, og ég hugsaði:
„Vá var þetta partur af þessu öllu?“
Hann spurði mig þá hvort ég vildi
giftast honum – en ég hélt að það
væri bara partur af spunanum.
Hann spurði mig þá aftur og ég hélt
bara áfram að hlæja. Það var ekki
fyrr en hann var búinn að spyrja
þrisvar eða fjórum sinnum sem ég
áttaði mig. Hann kraup fyrir framan
mig skjálfandi og sagði „Svandís, ég
er ekki að grínast, viltu giftast mér.“
Svandís Dóra og Sigtryggur hafa
nú verið saman í 12 ár og eiga saman
4 börn. Úlf Egil þriggja ára og svo á
Sigtryggur þrjú börn úr fyrra sam-
bandi, þau Þóri Bríeti og Rebekku.
Jafnvíg á leikhús og kvikmyndir
Svandís Dóra hefur nú verið reglu-
legur gestur á fjölum leikhúsa lands-
ins en hefur í auknum mæli leikið
í kvikmyndum og sjónvarpsefni á
síðustu árum, þar á meðal í Ófærð,
Fyrir framan annað fólk og Harry og
Heimi. Sjálf skilgreinir hún sig sem
listakonu.
„Ég myndi segja að ég sé sjálfstætt
starfandi listakona. Ég er vissulega
lærð leikkona en mér þykir lista-
kona líka svo fallegt orð. Af því það
er svona aðeins opnara.“
Hún segir það geta verið krefjandi
að vera leikkona á Íslandi í dag. „En
ég elska það að vera leikkona. Þetta
er hark en það er líka hluti af lífinu.
Ég fór á samning í Þjóðleikhúsinu
sirka ári eftir að ég útskrifaðist
og hef alltaf verið þar í einhverju
formi þangað til ég flutti út til Berl-
ínar 2016. Ég mun svo stíga aftur á
svið Þjóðleikhússins eftir áramót í
verkinu Til hamingju með að vera
mannleg.“ Hennar næsta verkefni
er svo þættir sem eru í tökum núna
og munu bera nafnið Afturelding
og verða sýndir í Ríkissjónvarpinu
næstu páska. Þar leikur hún á móti
Ingvari E. Sigurðssyni en þættirnir
voru skrifaðir af Dóra DNA og Haf-
steini Gunnari Sigurðssyni. n
Rauði þráðurinn er sá
að ég er alltaf að leita
að mennskunni. Sama
hversu ógeðfelld
persónan er, eða ólík
mér, þá verð ég að geta
samsamað mig með
henni.
Svandís Dóra Einarsdóttir
Leitar að mennskunni og einlægninni
Svandís Dóra Einarsdóttir
leikkona segir rauða þráðinn
í nálgun sinni að hlutverkum
vera að finna mennskuna í
persónunni, en hún fer með
hlutverk í nýrri mynd byggðri
á skáldsögu Jóns Kalmans,
Sumarljós og svo kemur
nóttin.
ragnarjon@frettabladid.is
Maður safn-
ar í bak-
p o k a . Í
hann setur
maður alls
kyns tól og tæki sem manni
berast í gegnum nám og
reynslu annars staðar. Þú
til dæmis ferð í skóla og
lærir alls konar tækni,
en svo á endanum er það
undir þér komið hvað
hentar þér,“ segir Svandís
Dóra, þegar blaðamaður
biður hana að lýsa því
hvernig hún nálgast
hlutverk sín.
Ragnar Jón
Hrólfsson
ragnarjon
@frettabladid.is
Svandís Dóra
Einarsdóttir,
leikkona.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTONBRINK
42 Helgin 15. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ