Fréttablaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 26
Það hefur ekki þótt töff að vera hrörnandi kona á breytinga- skeiði, dottin úr barneign og allt á leiðinni suður. Ráðherr- um ber að gæta þess að vel sé farið með þá fjár- muni. Nánast allar sögurnar sem við heyrðum voru frá konum 50 ára og yngri. Við vitum aftur á móti að ofbeldi fæddist ekki bara með okkar kynslóð. Hvar eru hinar konurnar, þessar eldri? Aldís Davíðsdóttir n Í vikulokin Við mælum með Noztra Við Grandagarð, með fallegu útsýni yfir sæinn, hefur verið opnuð skap- andi smiðja þar sem allir geta orðið listamenn með því að mála bolla, skálar, styttur og f leira. Frábær af þreying fyrir alla fjölskylduna og er afmarkaður tími fyrir allra yngstu kynslóðina. Þú velur þér ker- amikhlut og innifalið í verði er allt ferlið, málning, verkfæri, glerjun og brennsla, og er gert ráð fyrir að upp- lifunin sé sirka tvær klukkustundir. Kársnes-ævintýri Sky Lagoon, Brikk eða Brasserí Kársnes. Þríleikur sem svínvirkar í hinum nýja Kópavogi. Varla þarf að fjölyrða um snilld Sky Lagoon, nema kannski um sturturnar sem eru svo- lítið kraftlausar. En það er hægt að fyrirgefa kraftleysið með kraftinum á Brasserí Kársnes eftir gott bað, en það er falin perla höfuðborgarinnar. Svo er Brikk i næsta húsi. Göngu- og hjólaleiðirnar eru svo stórkostlegar – sérstaklega í haustmyrkrinu. n Þórey Birgisdóttir og Aldís Davíðsdóttir, hér með grímurnar sem þær bera í verkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Á morgun, sunnudag, verður Hríma, glæný heilgrímu- sýning án orða, frumsýnd í Tjarnarbíói. Leikkonan og grímuhönnuðurinn Aldís Davíðsdóttir segir okkur geta tjáð allt sem við viljum með líkamstungumáli, eins og börn séu dugleg við. bjork@frettabladid.is Það er leikhópurinn Baun í bala, sem stendur að sýningunni, Ágústa Skúladóttir og Orri Huginn Ágústs- son leikstýra, en áður hafa þau sett upp tvær heilgrímusýningar, Hjartaspaða og Hetju. Við náðum tali af Aldísi á milli rennsla í Tjarnarbíói. „Það þurfa að vera svo mörg rennsli í svona sköpun svo við vitum að við séum með rétta sögu. Við erum ekki með neinn texta svo það er ekki hægt að segja hvað er að gerast, það þarf að sýna allt. Við þurfum því að athuga að allt sem við erum að segja komist til skila á réttan máta og því þurfum við að fá mikið af áhorfendum undir lokin,“ segir Aldís og bætir við að sýningin sé öll kóreógraferuð frá a til ö. Samspil þess að elska og hata „Líka því við sjáum svo lítið í gegn- um þessar grímur. Þetta tekur á en þetta er virkilega skemmtilegt form að vinna með. Þetta er mikið líkamsleikhús en við getum tjáð allt sem við þurfum með líkams- tungumáli en erum misdugleg við það. Börn frá sitt hvorum staðnum í heiminum geta leikið sér saman tímunum saman án þess að lenda í ströggli þegar kemur að tungu- máli,” segir Aldís, en ítrekar þó að sýningin sé ekki við hæfi barna. Hríma fjallar um lífshlaup konu sem er brotið á sem barn og hverjar langtímaafleiðingar þess eru. Sam- spil þess að elska einhvern og hata, hvernig hún dílar við þetta í gegn- um lífsskeið sitt.“ Hr íma bý r eina ng r uð f r á umheiminum og er sjálfri sér nóg, en í fárviðri álpast inn kona frá Póstinum og verður innlyksa og þá neyðist Hríma til að eiga samskipti. „Þá fer að hrærast upp í þessu öllu saman,“ segir Aldís, en aðalper- sónan þarf þá að horfast í augu við skugga fortíðar sinnar. Hvar eru eldri konurnar? „Þessi saga er búin að blunda í mér lengi. #MeToo var stór og mikil bylt- ing sem fór yfir alla heimsbyggðina og skilaði okkur öllum breyttum, sem var algjörlega geggjað,“ segir Aldís, sem þó setti spurningarmerki við að fáar sögur komu frá elstu kynslóð kvenna. „Nánast allar sögurnar sem við heyrðum voru frá konum 50 ára og yngri. Við vitum aftur á móti að ofbeldi fæddist ekki bara með okkar kynslóð. Hvar eru hinar konurnar, þessar eldri? Þær eru aldar öðruvísi upp, voru ekki með sama frelsi og jafnvel ekkert að smána aðra með svona sögum. Ég hugsaði með mér að kannski ef ég byggi til sýningu um þetta þá myndi vakna von í einu hjarta og með því væri tilganginum náð.“ Beðin að lýsa því hvernig svona saga er sögð á leiksviði án orða, segir Aldís erfitt að svara því. „Stundum eru ekki til orð yfir til- finningarnar sem við upplifum, en það er hægt að lesa þær í gegnum líkamana og frá hjarta okkar til hjarta annarrar manneskju sem er að tjá söguna.“ Sýningin er ekki ætluð börnum eða þeim sem eru viðvæmir, enda tekið á erfiðum málefnum. Sú stað- reynd að sýningin sé án orða opnar þó fleiri dyr en hún lokar. „Þeir sem ekki tala íslensku ættu að geta notið sín og eins heyrnar- lausir. Við erum með yndislega tónlist frá honum Sævari Helga Jóhanns- syni sem lyftir sýningunni upp, en sagan stendur algjörlega án hennar fyrir þá sem ekki eru heyrandi,“ segir Aldís að lokum, rokin í enn eitt rennslið. n Líkamsleikhús án orða G u ð l au g u r Þ ó r Þ ó r ð a r s o n , umhverfis-, orku- og loftslagsráð- herra, undirbýr sameiningu stofn- ana sem heyra undir ráðuneyti hans. Nú eru stofnanirnar sem heyra undir ráðuneytið 13 talsins. Guð- laugur Þór segist hafa það fyrir venju að fara yfir stofnanaumhverfi þeirra ráðuneyta sem hann stýrir. Þetta er til fyrirmyndar hjá ráð- herranum. Ráðherrar bera mikla ábyrgð, ráða miklu um ríkisút- gjöld sem almenningur í landinu greiðir fyrir með sköttum sínum. Ráðherrum ber að gæta þess að vel sé farið með þá fjármuni. Því miður virðast ekki allir ráð- herrar ríkisstjórnarinnar gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera gagnvart skattgreiðendum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála, hyggst setja á fót sjóð til að „ef la samstarf háskól- anna“ í landinu. Hyggst ráðherrann útdeila tveimur milljörðum á ári í þetta verkefni. Hér á landi eru sjö háskólar með sjö rektorum og margfaldri yfir- stjórn. Hugsandi fólk sér að slíkt fyrirkomulag er geggjun í landi sem telur 380 þúsund íbúa, sjóðasukk í anda gamalla tíma sem áttu að vera liðnir. Vitaskuld ætti Áslaug Arna að fara að dæmi Guðlaugs Þórs og vinna að sameiningu þessara háskóla í stað þess að festa óhagræðið í sessi með ríkisstyrkjum úr nýjum sjóði. Hér á landi væri hæfilegt að hafa tvo háskóla. Mikilvægt er fyrir Akureyri og landsbyggðina að háskólastarfsemi fari fram á Akur- eyri. Sú starfsemi ætti að vera undir Ólíkt hafast ráðherrar að hatti Háskóla Íslands. Háskólarnir á Hólum og Hvanneyri ættu einnig að verða hluti af Háskóla Íslands. Háskólastarfsemi á Bifröst og hjá Keili gæti farið undir Háskólann í Reykjavík. Þannig yrðu til tveir stórir og öfl- ugir háskólar hér á landi og meiri slagkraftur en nú er. Mikill sparn- aður næst með því að vera með tvo rektora í stað sjö, tvo fjármálastjóra en ekki sjö og annað eftir því. Ráðherrar mega ekki gleyma því að við erum bara 380 þúsund en ekki margar milljónir. n Ólafur Arnarson Þriðjudagurinn næstkomandi, 18 október, er tileinkaður breytingaskeiðinu víða um veröld og nú í fyrsta sinn hér á landi, með fræðsludagskrá á Grand hóteli og í beinu streymi. Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir segir frá því í viðtali hér í blaðinu að hún hafi tekið á móti fjölda kvenna í starfi sínu á heilsugæslustöð, konum sem leið illa og fannst þær ólíkar sjálfum sér. Upp frá því hafi hún farið að kynna sér þetta skeið sem allar konur fara einhvern tíma í gegnum en fáar hafa hingað til endilega rætt mikið um. Þegar Hanna Lilja skoðaði nágrannalöndin sá hún að mikil vitundarvakning hafði orðið og miðstöðvar fyrir konur á miðjum aldri sprottið upp um allt. Svo fór að hún opnaði eina slíka og er biðlistinn farinn að telja mörg hundruð konur. Ekki hef ég hugmynd um hvernig mamma fór út úr breytingaskeiðinu enda umræðuefni sem hennar kyn- slóð var lítið að flagga. Það hefur líka lengi verið svo að flest það sem hefur forskeytið „kven“ er flokkað sem vesen og jafnvel væl. Það hefur ekki þótt töff að vera hrörnandi kona á breytingaskeiði, dottin úr barneign og allt á leiðinni suður. Það er kominn tími til að breyta því – enda teljast nú konur á breytingaskeiði kornungar í þjóð sem er sífellt að eldast. n Bullandi breytingaskeið BJORK@FRETTABLADID.IS 26 Helgin 15. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 15. október 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.