Fréttablaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 32
En málið er að konur eru að fara á breytinga- skeið upp úr fertugu til fimmtugs og fimm- tugar konur í dag eru ungar. Hanna Lilja Oddgeirsdóttir Hanna Lilja fékk áhuga á breytingaskeiðinu þegar hún starfaði á heilsugæslu og sífellt fleiri konur leituðu til hennar. Hún bendir á að í dag séu fimmtugar konur á bullandi breytingaskeiði ungar og virkar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hanna Lilja hér ásamt samstarfskonum sínum á GynaMedica, Hörpu Lind Hilmarsdóttur hjúkr- unarfræðingi, Berglindi Júlíusdóttur lækni og Sonju Bergmann hjúkrunafræðingi. Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir fékk svo mikinn áhuga á breytingaskeiðinu þegar sífellt fleiri konur á miðjum aldri fóru að leita til hennar að hún opnaði klíník fyrir þær. Hún segir einkennin oft dulin og vill breyta umræðunni. Frá árinu 1984 hefur 18. október verið tileink- aður breytingaskeiðinu og nýttur víða um heim til að vekja umræðu um málefnið. World menopause day er í ár með yfirskriftina Heilaþoka og minnisleysi, því þrátt fyrir að hitakóf og geðsveiflur séu þekktari einkenni þessa skeiðs í lífi kvenna þá eru vitsmunalegar breytingar algengar. Hanna Lilja Oddgeirsdóttir opnaði í vor lækninga- og heilsu- miðstöðina GynaMedica þar sem boðið er upp á heildræna fræðslu, ráðgjöf og meðferð fyrir konur á breytingaskeiði og ætlar stofan að standa fyrir fræðsludegi á þriðjudag fyrir íslenskar konur sem vilja taka ábyrgð á eigin heilsu. „Ég ákvað að taka síðasta árið í kvensjúkdóma- og fæðingarlækn- ingum sem val á heilsugæslunni. Þar átti ég að starfa sem almennur heilsugæslulæknir en vegna minnar baksögu og áhugasviðs, hafandi starfað á kvennadeild í fjögur ár, leituðu margar konur til mín. Svo fór að ég opnaði litla kvennamót- töku sem var opin einn dag í viku. Það fréttist f ljótt og konur á aldr- inum 40 til 55 ára leituðu mikið til mín.“ Streitulík einkenni Hanna Lilja tók f ljótt eftir því að margar konurnar höfðu svipuð umkvörtunarefni, þeim leið frekar illa og fannst þær ólíkar sjálfum sér. „Þetta voru hraustar, f lottar konur í f lottum stöðum án sögu um alvarlega sjúkdóma og fáar heimsóknir til læknis. Margar þeirra lýstu þessu eins: sögðust ekki þekkja sjálfar sig, það væri eitthvað ekki eins og það ætti að vera. Þær höfðu jafnvel gengist undir hinar ýmsu rannsóknir vegna óljósra ein- kenna, svo sem tölvusneiðmynd á heila, holtermælingu og ómskoðun á hjarta, endalausar blóðprufur og farið til gigtarlækna vegna lið- verkja.“ Hanna Lilja segir einkennin, sem hafi verið bæði andleg og líkamleg, hafa vakið áhuga hennar. „Þær töl- uðu mikið um orkuleysi og þreytu, einkenni sem geta í raun verið út af öllu og engu en eru svolítið streitu- leg. Þessu var því oftar en ekki klínt á streitu, enda auðvelt í streituríku samfélagi.“ Hanna Lilja sökkti sér ofan í efni um breytingaskeiðið, áhrif þess og lausnir. „Það var svo í mars á síðasta ári sem ég opnaði Instagram-síðuna GynaMedica sem átti að vera almennt um kvenheilsu, en þarna fékk ég ofuráhuga á þessu tímabili í lífi kvenna. Þegar ég fór að skoða löndin í kringum okkur sá ég að það er mikil vitundarvakning um mál- efnið.“ Fókusinn á lífsgæði Hún segist hafa áttað sig á þörfinni fyrir utanumhald fyrir þessar konur og fókus hennar farið meira í þá átt. „Þetta snýst ekki bara um að fá meðferð á breytingaskeiði, því þetta getur verið fimm til tíu ára tímabil sem er oft mjög erfitt fyrir konur. Þá kom upp þessi hugmynd, að opna þessa „menopause klíník“ sem hefur ekki verið til áður hér á landi en er um allt í Bretlandi og víðar. Heilsumiðstöðvar sem fókusera á konur á miðjum aldri og heildræna nálgun með lífsstílsfræðslu, utan- umhaldi og stuðningi.“ Hún segist ekki aðeins hafa orðið vör við vitundarvakningu í sam- félaginu heldur einnig í heilbrigðis- geiranum og í nágrannalöndum hafi nýverið verið gefnar út nýjar Virkar konur á bullandi breytingaskeiði Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is leiðbeiningar fyrir konur á breyt- ingaskeiði. „Þessar leiðbeiningar hafa verið þýddar á íslensku og birtar á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.“ Hún segir helstu breytinguna vera að í dag sé fókusinn á lífsgæði. „Hér áður fyrr var það svolítið þannig að þú fékkst meðferð ef þú varst með hitakóf og áttir að nota sem lægstan skammt hormóna í sem stystan tíma. Nú er þetta meira hugsað þannig að ef þú ert með ein- kenni sem hafa áhrif á lífsgæði þín er skoðað að gefa hormóna og ekki eru lengur takmörk á meðferðar- lengd.” Skortur á skerpu og einbeitingu Hanna Lilja kannast vel við þau ein- kenni sem eru í yfirskrift dagsins þetta árið: Heilaþoku og minnis- leysi, en hún segir konur sem til hennar leita kvarta mikið yfir þessu auk orkuleysis. „Þær lýsa því þannig að þær eiga erfitt með að finna orð, þær labbi inn í herbergi og muni ekkert af hverju þær komu þangað inn, eiga erfitt með að halda einbeitingu, séu með slakan úrvinnsluhraða og minni skerpu en þær eru vanar.“ Hún segir þessi einkenni sérlega áhugaverð enda hafi þau hingað til ekki endilega verið viðurkennd ein- kenni breytingaskeiðs. „Hvers vegna er stærsti hópurinn í starfsendur- hæfingu hjá VIRK konur á breyt- ingaskeiði? Það getur ekki verið tilviljun,“ segir hún og bendir á að algengt sé að konur á þessum aldri detti í veikindaleyfi og séu jafn- vel lengi. Eins sýna tölur VIRK að algengara sé að konur séu greindar með kulnun í starfi. Þetta gengur yfir „Þegar eggjastokkarnir hætta að virka eins og þeir gerðu og fram- leiðsla kynhormóna fer að dvína, koma fram andleg og líkamleg ein- kenni sem geta haft áhrif á starfs- getu en það góða er að þetta er tíma- bundið – það gengur yfir.“ Meðalaldur við tíðalok eru um það bil 51 ár en Hanna Lilja segir algengt að hormónaf löktið byrji allt að tíu árum áður en blæðingar stöðvast. „Þar af leiðandi er ekki óal- gengt að konur byrji að finna fyrir einkennum um og upp úr 40 ára og að meðaltali tekur breytingaskeiðið sjö til tíu ár. Einkenni geta samt varað lengur en það, en eftir tíða- lok tekur við tímabilið eftirtíðalok, „postmenopause“, og sumar konur finna fyrir einkennum í einhver ár eftir að blæðingar stöðvast.“ Aðspurð hvort hægt sé að stað- festa upphaf breytingaskeiðs með blóðprufu segir Hanna Lilja það vissulega mögulegt en þær prufur geti þó verið óáreiðanlegar þar sem hormónasveiflurnar geti verið miklar frá degi til dags. „Því horfum við meira á ein- kennin,“ segir hún. Áhrifaríkasta leiðin til að minnka einkenni breytingaskeiðs er að bæta upp hormónin, estrógen, prógeste- rón og, í sumum tilfellum, testóste- rón. „Það er ekkert eitt sem hentar öllum og því er samtalið og eftir- fylgnin mikilvæg.“ Vinnuveitendur geta hjálpað Eins og fyrr segir hefur 18. október undanfarna þrjá áratugi verið til- einkaður breytingaskeiðinu og segir Hanna Lilja umræðuna áberandi á samfélagsmiðlum víða um heim. Þau hjá GynaMedica ætla að halda upp á daginn með fræðsluviðburði á Grand hótel og eru Samtök atvinnu- lífsins bakhjarl viðburðarins. „Okkur fannst tilvalið að bjóða upp á fræðsluviðburð og streymi og því er um að gera fyrir konur að mæta með vinkonur sínar eða maka,“ segir Hanna Lilja og bendir á hversu mikilvægt það sé fyrir fleiri en konurnar sjálfar að afla sér fræðslu. „Yfirmenn og mannauðs- stjórar hafa líka gott af því að vita hvaða áhrif þetta getur haft á starfs- getu kvenna. Í Bretlandi eru tíu til tólf prósent kvenna á breytingaskeiði að detta út af vinnumarkaði. Þetta eru konur um fimmtugt á hátindi ferilsins – við viljum ekki missa þennan hóp út,“ segir Hanna Lilja og bendir á mikilvægi þess að konur upplifi stuðning á vinnumarkaði. „Þetta gengur yfir og það er mikilvægt að sannfæra konur um það. Ef vinnu- veitendur eru meðvitaðir er hægt að gera litlar breytingar, til dæmis að bjóða upp á aukinn sveigjanleika, bjóða konum að vinna heima, mæta seinna ef þær sváfu illa eða minnka starfshlutfall tímabundið.“ Fimmtugar konur í dag ungar Umræðan er mikilvæg og það er augljóslega margt að breytast í þeim efnum. Mæður okkar og ömmur töluðu lítið eða ekkert um þessar breytingar og umræðan hefur svo sem ekki verið hávær út á við heldur. „Ég held að það sé svolítið vegna fyrir fram mótaðra hugmynda,“ segir hún. „Hvað sjáum við fyrir okkur ef við hugsum um konu á breytingaskeiði? „Gráhærða, svo- lítið þykka konu sem er sveitt og pirruð? En málið er að konur eru að fara á breytingaskeið upp úr fertugu til fimmtugs og fimmtugar konur í dag eru ungar.“ Hanna Lilja bendir á heims- þekktar leikkonur sem undanfarið hafi vakið athygli á breytingaskeið- inu, eins og Naomi Watts, Gwyneth Paltrow, Jennifer Aniston, Davina McCall og Lisa Snowdon. „Þetta eru stórglæsilegar og virkar konur á bullandi breytingaskeiði sem eru að reyna að af-tabúvæða þetta. Við þurfum að breyta þessari hugmynd.“ Hanna Lilja segir markmiðið vera að hjálpa konum að skilja hvað er að gerast á þessu tímabili, fræða þær og valdefla. „Gera konur ábyrgar fyrir sinni eigin heilsu. Þetta er góður tími til að stoppa og hugsa hvernig við vilj- um verja seinni hálfleik. Eftir tíða- hvörf aukast líkur á ýmsum sjúk- dómum því estrógen er verndandi fyrir til dæmis bein og hjarta- og æðakerfi. En það er svo margt sem við getum gert sjálf til að seinka hættunni á slíku.“ n 32 Helgin 15. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.