Fréttablaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 90
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vil
lu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
ét
t t
il l
eið
ré
tti
ng
a á
sl
íku
. A
th
. a
ð
ve
rð
ge
tu
r b
re
ys
t á
n
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Flórens
Borg draumanna...
17. nóvember
í 3 nætur
119.000
Flug & hótel frá
Frábært verð
á mann
Saga Garðarsdóttir,
leikkona
Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri hjá Atlantsolíu, er ánægð með
viðurkenninguna fyrir eyrnakonfekt Atlantsolíu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
odduraevar@frettabladid.is
Atlantsolía hefur fengið afhenta
sérstaka gullplötu frá Öldu Music,
í tilefni af því að lögin á plötunni
Reif í dæluna eru komin með yfir
60 þúsund spilanir á Spotify.
Platan kom út í ársbyrjun og það
er eiginlega svo gott sem öruggt að
í hið minnsta annar hver lands-
maður hafi einhvern tímann fengið
slagarann Bensínlaus (Labba, labba)
á heilann.
Lagið hefur verið spilað 45
þúsund sinnum og notið mikilla
vinsælda á TikTok, þar sem í hið
minnsta 400 myndbönd hafa verið
búin til þar sem lagið er spilað
undir.
Rakel Björg Guð-
m u n d s d ó t t i r ,
ma rk aðsst jór i
Atlantsolíu, er
að vonum hæst-
á næ gð me ð
verðlaunin og
v ið u r k e n n i r
að viðtökurnar
v i ð l ö g u nu m
hafi farið fram úr
sínum björtustu
vonum.
„Enda ekki á
hverjum degi
sem olíufélag
gefur út plötu,“
segir Rakel hlæjandi og segir að það
hafi komið skemmtilegast á óvart
hvað „eyrnakonfektið“ Bensínlaus,
eins og hún kallar það, hafi orðið
jafnvinsælt og raun ber vitni.
Helgi Sæmundur Guðmunds-
son, oftast kenndur við Úlf úlf, á
heiðurinn að gerð plötunnar, en
hann samdi lög og texta sem
Saga Garðarsdóttir hefur gert
ódauðleg.
„Það eru ekki mörg dæmi
um að lög sem samin eru
sérstaklega fyrir auglýs-
ingu nái svona vel í gegn
– hvað þá auglýsing sem
er gerð fyrir olíufélag. Við
erum verulega stolt og glöð
með gull-
plötuna,“
segir Rakel
að lokum. n
Olíufélag fær gullplötu
fyrir pirrandi heilaorma
Enda ekki á hverjum
degi sem olíufélag
gefur út plötu
Rakel Björg Guðmundsdóttir
Ógeðslega frábær bíóupplifun en ekki fyrir klígjugjarna. MYND/SKJÁSKOT
KVIKMYNDIR
Triangle of Sadness
Bíó Paradís
Leikstjóri: Ruben Östlund
Leikendur: Harris Dickinson,
Charlbi Dean Kriek, Woody
Harrelson
Nína Richter
Triangle of Sadness er þríhyrn-
ingslaga svæði á enninu þar sem
áhyggjuhrukkur myndast, svæði
sem gjarnan er lendingarpallur fyrir
taugaeitrið botox.
Bandaríkjamaður og Rússi eru við
stjórnvölinn á snekkjunni, lesist:
Vesturlöndum; sturlaðir af drykkju
og hálf bökuðum kenningum um
gang heimsins. Sögusviðið er lúx-
ussnekkja sem er reglulega þrepa-
skipt, þar sem ríka hvíta fólkið sem
selur skít og vopn sólbaðar sig á þil-
fari á meðan hörundsdekkri áhöfn
þrælar í vélarými fyrir lúsarlaun.
Grunnþenkjandi áhrifavaldar ljós-
mynda pasta sem þeir ætla ekki að
borða og kona með málstol eftir
heilablóðfall getur aðeins myndað
eina setningu: „Uppi í himninum.“
Að einhverju leyti rúmast f leiri
en ein kvikmynd inni í Triangle of
Sadness, sem þjónar ekki endilega
verkinu. Kaflarnir eru ólíkir varð-
andi stef og efnistök, aðgreindir í
mynd með skiltum og kaflaheiti.
Á köflum er Triangle of Sadness
nánast komin hringinn, eins og
verkið sé að grínast með sjálft sig og
hversu gargandi augljóst myndmál-
ið er. Þetta heppnast þó vel í með-
förum leikstjórans, enda er sagan
sterk og ögrandi og persónurnar
afburðavel skrifaðar og túlkaðar.
Framvindan er kvik að undan-
skildum nokkrum löngum sam-
talssenum. Löngu samtölin í fyrsta
kafla eru frábær, en eftir því sem
líður á myndina verða þau öllu til-
gerðarlegri. Lokakafli myndarinnar
er langsístur, sem gerir hann þó ekki
slæman, en hnýta hefði mátt hnút-
inn tuttugu mínútum fyrr og verkið
hefði ekki versnað við það.
Eins og auglýsingaefni myndar-
innar gefur til kynna er myndin
ekki fyrir viðkvæma. Þeir sem eiga
erfitt með uppköst sögupersóna,
grafískar klósettsenur og kvik-
myndavél sem sveiflast í öldugang-
inum munu eiga erfitt í bíósalnum.
Það er ljóst að enginn mun komast
í gegnum þessa mynd í þynnku. En
það er vel þess virði að eyða tæpum
þremur tímum í þessa mynd, enda
hreppti hún Gullpálmann á Cannes
og er vel að því komin. Eins og hinn
sænski Östlund sannaði með The
Square (2017) er hann einn mest
spennandi leikstjóri Evrópu. n
NIÐURSTAÐA: Ógeðslega góð
mynd, í orðsins fyllstu merkingu.
Líkingarnar má plokka í sundur
fram á næsta ár, og er það vel.
Uppköst, niðurgangur og uppgjör
Sturla Atlas, fullu nafni Sigur-
bjartur Sturla Atlason, sendi
frá sér fjögurra laga smáskífu
í gær, sem hann gerði síðasta
sumar með Ísleifi Eldi Illuga-
syni. Platan heitir Dag eftir
dag og tónlistin dansar á milli
hip hop-áhrifa og hefðbundn-
ari popptónlistar.
ninarichter@frettabladid.is
„Við sömdum hana á einni viku.
Ísleifur pródúserar allt sjálfur og
þetta var svona moment in time, við
ákváðum að vera ekkert að dúsa of
lengi við,“ segir Sturla. Hann segir að
hvatinn að snarpri vinnu hafi falist í
fyrirhugaðri dvöl erlendis, sem varð
til þess að félagarnir settu sér mark-
mið.
„Þetta var vika eða tíu dagar, og
þetta var niðurstaðan,“ segir Sturla.
Sökker fyrir poppi
Ísleifur Eldur Illugason hefur unnið
að hljóðblöndun fyrir íslenska rapp-
ara og segir Sturla stíl Ísleifs felast í
nútímalegri rappstíl. „Svona trap og
í þá átt sem ég hef gert minna af, ég
hef alltaf haft áhuga á popptónlist
og er bara algjör sökker fyrir main-
stream-poppi,“ segir hann. Sturla
segir að þannig hafi þeir Ísleifur
mæst á miðri leið. „Við erum mikið á
landamærum rapps og popps, þetta
myndar góða dansvæna blöndu.
Stundum hallar meira á annan
stílinn en þetta skapar sitt eigið líf,“
segir Sturla.
Hvað textasmíði varðar segist
Sturla tala frá hjartanu. „Við erum
ekki að setja okkur í sérstakar
stellingar þegar við erum að semja
þessi lög. Við erum að tala frá eigin
reynsluheimi, um eigin upplifanir og
reynum að gera það á einhvern per-
sónulegan hátt þannig að það sé ekki
bara dropi í hafið. Þannig að það sé
eitthvað sem á erindi,“ segir hann.
„Popptónlist er sú tónlist sem er
vinsæl hverju sinni og tekur stöð-
ugum breytingum eftir því sem er
í gangi í heiminum. Popptónlistar-
fólk er aldrei sátt við það sem er í
gangi akkúrat núna og vill heyra
eitthvað nýtt,“ segir Sturla.
Gegn Covid-hugarfari
Sturla er um þessar mundir að vinna
í Þjóðleikhúsinu samhliða rekstri
framleiðslufyrirtækis, 101 Produc-
tions. „Ég varð þrítugur um daginn
og er búinn að vera að djöflast svo
mikið síðustu tíu ár, bara endalaus
linnulaus djöflagangur sem hættir
ekki,“ segir hann kíminn. „Það felst
í því að maður er í vinnu í leikhús-
inu og finnur sig knúinn til að gefa
út plötu líka og fer svo að gefa út
sjónvarpsverkefni hjá framleiðslu-
fyrirtækinu. Ég er ekki að segja að
vinnan eigi mann – en ég fæ svo
mikið út úr því að vera að djöflast
allan daginn.“
Lánsamur og rólegur í fasi
Sturla segist almennt vera rólegur í
fasi. „Ég held að ég fari ekki oft fram
úr mér. En það er kærustunni minni,
Steinunni, að þakka að maður er
ekki á einhverjum skrýtnum stað.
Ég held að ef ég væri ekki í sambandi
væri ég ekki með jafn sterkar rætur
og ég er með núna. Ég er líka með
mjög sterkan hóp í kringum mig,
fjölskyldu, vini og maka, líf sem
bara býður mér ekki upp á eitthvað
rugl,“ segir hann. „Maður fattar það
eiginlega ekki fyrr en maður segir
þetta upphátt.“
Hvað framhaldið varðar segist
Sturla vera lánsamur og fá að vinna
við það sem hann elskar að gera og
honum þyki skemmtilegt. „Það er
að skapa og vinna í skapandi verk-
efnum með öðru skapandi fólki.
Mín eina ósk er að fá að halda því
áfram og vonandi fá að gera stærri
verkefni eftir því sem árin líða, og
takast á við hluti sem ég hef ekki
mætt áður. Gamli hugsunarháttur-
inn er: Hvað ætlarðu að verða þegar
þú verður stór?, en það er svo margt
sem mig langar að prófa. Ég get ekki
einu sinni sagt þér hvað ég er að fara
að gera eftir helgi.“ n
Dag eftir dag á einni viku
Ísleifur og Sturla Atlas sendu frá sér smáskífuna Dag eftir dag í gær.
MYND/AÐSEND
58 Lífið 15. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 15. október 2022 LAUGARDAGUR