Fréttablaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 88
Framvinda og karakt-
erar dansa á línu
firringar og mörg atriði
kyrrstæð, af þeim
sökum er sýningin
fremur fjarlæg. Hvorki
hefðbundið stofu-
drama né absúrd
ádeila.
Sigríður Jónsdóttir
LEIKHÚS
Nokkur augnablik
um nótt
Þjóðleikhúsið
Höfundur: Adolf Smári Unnarsson
Leikstjóri: Ólafur Egill Egilsson
Leikarar: Björn Thors, Ebba Katrín
Finnsdóttir, Hilmar Guðjónsson og
Vigdís Hrefna Pálsdóttir
Leikmynd: Hildur Evlalía
Unnarsdóttir
Búningar: Arturs Zorgis
Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason
Tónlist og hljóðmynd: Aron Þór
Arnarsson
Myndbandshönnun: Ásta Jónína
Arnardóttir
Sigríður Jónsdóttir
Systur og makar hittast í sumar-
bústað. Nú skal grillað, drekka dýrt
vín og rífast heiftarlega um íslenskt
samfélag. En fyrst nokkur orð um
umgjörð sumarbústaðarferðar-
innar, en ímynd er einmitt eitt af
helstu umræðuefnum kvöldstund-
arinnar. Kassi Þjóðleikhússins
hefur fengið endurnýjun lífdaga.
Forsalurinn hefur verið tekinn í
gegn, íþróttahús Jóns Þorsteins-
sonar er endurskapað í nútímalegri
mynd og heppnast einstaklega vel.
Þetta afturlit til sögunnar er tilval-
inn vettvangur til að snúa spegl-
inum til samtímans og frumsýna
glænýtt íslenskt leikrit eftir ungan
höfund, Adolf Smára Unnarsson.
Í mögnuðu verðlaunasýningunni
Ekkert er sorglegra en manneskjan,
tókst Adolf Smári á við harmleik-
inn í hversdagsleikanum, tilvistar-
kreppu og f lóttann frá raunveru-
leikanum. Svipuð málefni eru
til grundvallar í verkinu Nokkur
augnablik um nótt, en höfundur
víkkar sjóndeildarhringinn og
setur íslenskt samfélag undir smá-
sjána og notar til þess persónu-
gerðar táknmyndir, fólk sem við
þekkjum öll eða könnumst við.
Adolf Smári beitir einræðum og
ráfandi samtölum til að kryfja
stór málefni svo sem kapítalisma,
stéttaskiptingu og feðraveldið, en
hefur ekki ennþá beislað sinn eigin
stíl eða náð föstum tökum á formi,
sem er eðlilegt fyrir ungan höfund.
Nokkur augnablik um nótt hefst
með ræðuhöldum í nýuppgerðum
forsal Kassans. Ragnhildur, leikin
af Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur, er í
próf kjöri og setur fjölskyldumál
Ringulreið í skjóli nætur
Með hlutverk í sýningunni Nokkur augnablik um nótt fara leikararnir Björn Thors, Ebba Katrín Finnsdóttir, Hilmar
Guðjónsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
í fyrsta sæti, þrátt fyrir að forðast
sína eigin fjölskyldu. Mikið er gert
úr dugnaði Ragnhildar, sem talar
mikið um þrautseigju og menntun,
en áhorfendur vita aldrei hvað hún
lærði né við hvað hún starfar. Í leit
sinni að stóru málefnunum gleymir
höfundur nefnilega smáatriðunum
sem fylla út í bæði persónur og leik-
f léttu. Vigdís Hrefna túlkar þessa
brotnu konu með ágætum en nær
ekki að stíga fyllilega vel inn í tog-
streituna sem einkennir hana.
Áföll í æsku
Ragnhildur býður systur sinni og
kærasta hennar í heimsókn upp
í sumarbústað, Björk, leikinni
af Ebbu Katrínu Finnsdóttur og
Óskari, leiknum af Hilmari Guð-
jónssyni. Systurnar tókust á við
áföll í æsku á mjög mismunandi
hátt. Ragnhildur f lúði til útlanda
og huggar sig með fjármálaöryggi.
Björk leitaði í tónlistina en er
ennþá að reyna að finna sjálfa sig.
Ebba Katrín er með okkar efni-
legustu ungu leikkonum og finnur
hjartað í Björk með næmum leik,
augun segja nefnilega allt. Missir
er að því að allar persónur verksins
fá einræðu nema Björk. Hilmar er
á heimavelli sem hinn afar venju-
legi en viðkunnanlegi Óskar, sem
drekkur kannski of mikið en vill
vel, mest megnis. Hlutverkið er sem
sniðið að Hilmari sem nostrar við
karakterinn með hárfínum kóm-
ískum tímasetningum í bland við
afslappaða nálgun.
Fyrrverandi fótboltakappinn og
núverandi fjárfestirinn Magnús,
eiginmaður Ragnheiðar, leikinn af
Birni Thors, er óskrifað blað, aðal-
lega óskrifuð persóna. Hann er
framsettur sem eins konar tákn-
mynd feðraveldisins og kapítal-
isma, maður sem hefur fengið allt
upp í hendurnar en telur sig hafa
unnið fyrir því. Sem táknmynd er
Magnús ágætur til síns brúks, en
sem persóna alls ekki. Björn vinnur
mjög vel með takmarkað efni, fyllir
þagnirnar merkingu og gerir sitt
besta til að koma reiði og sársauka
Magnúsar til skila. En of mörgum
spurningum er ósvarað.
Fremur fjarlæg sýning
Síðastliðin ár hefur Ólafur Egill
Egilsson leitast við að leikstýra
nýjum leikritum eftir unga höf-
unda, sem er virðingavert fyrir
reynslumikinn leikstjóra. Fjórði
veggurinn er fremur veikburða í
sýningunni en er ekki nægilega
mölvaður til að hafa áhrif. Fram-
vinda og karakterar dansa á línu
firringar og mörg atriði kyrrstæð,
af þeim sökum er sýningin fremur
fjarlæg. Hvorki hefðbundið stofu-
drama né absúrd ádeila. Þannig
fellur sýningin fremur f löt. Aftur
á móti er mjög skemmtilegt að sjá
ferskt listrænt teymi, listafólk úr
öllum áttum sem fær að þroskast
og vonandi blómstra innan veggja
Þjóðleikhússins. Í sýningunni má
sjá margar forvitnilegar listrænar
hugmyndir sem þjóna þó sýning-
unni ekki nægilega vel.
Í leikskrá tala höfundur og leik-
stjóri um vinnuaðferðir sínar í
fremur óljósu máli. Mikið er talað
um samvinnu, ímyndarsköpun
og „hefðbundið dramaleikhús“.
Samtalið er einkennandi fyrir
sýninguna, sem er samansafn af
lauslega tengdum hugmyndum
frekar en heildstæð eining. Stíll-
inn er áhugaverður og samtölin
stundum lifandi en sprengikraft
vantar í textann. Fléttan er sömu-
leiðis forvitnileg en gengur ekki
alveg upp, sem byggist aðallega á
því að persónurnar eru ekki nægi-
lega trúverðugar þrátt fyrir að mál-
efnin séu það svo sannarlega. En
Adolf Smári er að stíga sín fyrstu
skref sem leikskáld og vonandi fær
hann rými til að þróa sína hæfi-
leika. n
NIÐURSTAÐA: Stórar hugmyndir
duga ekki til að kveikja nægilega
stórt bál.
DAGSKRÁ
í Háskólanum í Reykjavík 18. október kl. 13:00 – 16:30
kl. 13:00
Opnun:
Sigurður Ingi Jóhannsson
innviðaráðherra
Fundarstjóri setur ráðstefnuna
kl. 13:20
Causes and assessment of moisture
related IAQ problems in Finland
Miia Pitkaranta
PhD microbiology, VAHANEN
kl. 14:05
Reynslusaga heimilislæknis
Una Emilsdóttir sérnámslæknir
í atvinnu- og umhverfislæknisfræði við
Holbæk sjúkrahúsið í Danmörku
kl. 14:25
Innivistarmál í Reykjavíkurborg
Rúnar Ingi Guðjónsson deildarstjóri
viðhalds fasteigna Reykjavíkurborgar
kl. 14:40 -15:00 Kaffihlé
kl. 15:00
Framkvæmdasýslan Ríkiseignir
Sverrir Jóhannesson
eignastjóri FSRE
kl. 15:15
Landspítali Háskólasjúkrahús
Guðmundur Þór Sigurðsson
rekstrarstjóri fasteigna og lóða LSH
kl. 15:30
Rakaástand bygginga ASKUR
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir
sérfræðingur í innivist EFLA
kl. 15:45 Pallborðsumræður
Fundarstjórn:
dr. Ólafur H. Wallevik
Prófessor við HR
Böðvar Bjarnason
tæknifræðingur, EFLA
Margrét Harðardóttur
arkitekt, Studio Granda
Kristinn Alexandersson
tæknifræðingur, VSÓ
Indriði Níelsson
verkfræðingur, Verkís
dr. Björn Marteinsson
arkitekt og verkfræðingur
Verið velkomin - aðgangur ókeypis - beint streymi á www.visir.is
Fagráðið Betri byggingar í samvinnu við IceIAQ og HR heldur ráðstefnuna
RAKASKEMMDIR
OG MYGLA • Reynslusaga heimilislæknis
• Hvað getum við lært af Finnum?
• Staðan hjá ríki og borg
56 Menning 15. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ