Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 83
ANDVARI
VERKEFNIÐ AÐ VERA MANNESKJA
81
Páll var rektor Háskóla íslands 1997-2005. Á því tímabili flutti hann
ræður við brautskráningu þúsunda kandídata, og notaði þá iðulega tækifærið
til að velta vöngum yfir gildi og hlutverki menntunar. í einni af sínum fyrstu
brautskráningarræðum, í febrúar 1998,20 brýndi Páll fyrir kandídötunum að
skilja menntun lifandi skilningi sem útheimtir að sjá hana í tengslum við
sjálfan tilgang lífsins:
Tilgangur lífsins er sá að menntast og þroskast, við eigum að lifa til að læra,
öðlast aukinn skilning á heiminum og breyta lífinu þannig að það verði auð-
ugra af þeim gæðum sem gera það sannarlega þess virði að lifa því. Byltingin
felst ekki í því að hafna hagnýtu gildi menntunar, heldur að sjá menntunina
sem markmið sem gefur lífinu gildi og stefnu til aukins þroska. Þetta er sú
menntahugsjón sem ein getur fært okkur þá framtíðarsýn sem við þörfnumst
öllu öðru fremur til að breyta samfélaginu til betri vegar.21
Náttúra
Páll var brautryðjandi í skipulegri, heimspekilegri greinargerð fyrir sam-
bandi manns og náttúru á Islandi. Framan af fléttaðist áhugi hans á nátt-
úrunni sem viðfangsefni að mestu leyti saman við önnur hugðarefni en á
síðasta áratug 20. aldar sté hann fram sem fullburða náttúruspekingur er
talaði af eldmóði og þekkingu um þau erfiðu viðfangsefni sem lúta að fram-
tíð mannverunnar í skauti náttúrunnar. Árið 1994 markaði tímamót hvað
þátttöku Páls í umræðum um náttúruna áhrærir; þá flutti hann útvarpser-
indið „Maðurinn í ríki náttúrunnar" og fyrsta erindið í röð erinda undir heit-
inu „Umhverfing“, og hélt að auki fyrirlesturinn „Hugleiðingar við Öskju“
á fundi Félags áhugamanna um heimspeki á Akureyri í upphafi árs og á
fundi á vegum Siðfræðistofnunar í Reykjavík um vorið. Fyrirlestrarnir um
umhverfingu komu síðan út á samnefndri bók árið 1998 og vöktu allnokkra
athygli enda voru málefni náttúrunnar í hámæli um þær mundir í íslensku
þjóðfélagi. Sama máli gegndi um „Hugleiðingar við Öskju“ sem eru einn sá
texti Páls sem mest hefur verið lesinn, ræddur og skýrður í áranna rás.22
Eftir að Páll varð rektor Háskóla íslands um mitt ár 1997 dró nokkuð úr
afköstum hans hvað almennt fyrirlestrahald varðaði, en náttúran var honum
áfram afar hugleikin og nefna má að í þeim fyrirlestrum sem hann hélt er-
lendis á upphafsárum 21. aldar var náttúran í meginhlutverki. Kjarninn í
kenningu Páls um samband manns og náttúru er í því fólginn að í þessu
sambandi leynist lykillinn að skilningi á hlutskipti okkar á þessari jörð - og
þar með í þessu landi. í „Hugleiðingum við Öskju“ skrifar Páll:
Að koma til Öskju hefur [...] einfalda og skýra þýðingu: Það er að uppgötva jörðina
og sjálfan sig sem jarðarbúa. Að vera jarðarbúi er að finna líf sitt bundið jörðinni,