Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 30

Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 30
28 HANNES HOLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI þótt hann kynni að skaðast á því innan lands. Áskorun þeirra Ólafs Björnssonar og félaga hafði því engin áhrif á það, að Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson hættu við sambandsslit árið 1942.72 Þrátt fyrir annasamt starf og baráttu gaf Ólafur Björnsson sér um þessar mundir tíma til að kynnast stúlku, sem hann trúlofaðist vorið 1943.73 Guðrún Aradóttir var þá 25 ára að aldri. Hún fæddist á Ytra- Lóni á Langanesi í Norður-Þingeyjarsýslu 29. júní 1917. Foreldrar hennar voru Ari Helgi Jóhannesson, kennari og söngstjóri, og kona hans, Ása Margrét Aðalmundardóttir. Guðrún átti fjögur systkini, sem upp komust, Þóru, Jóhannes, Þorstein og Jón. Hún ólst upp með for- eldrum sínum og systkinum á Ytra-Lóni og síðan á Þórshöfn, þegar fjölskyldan fluttist þangað 1930. Árið 1935 færði fjölskyldan sig um set og nú til Reykjavíkur, og gekk Guðrún þar í Kvennaskólann ásamt systur sinni Þóru. Guðrún var fríð sýnum og sat um skeið fyrir hjá Gunnlaugi Blöndal listmálara, en hún starfaði á Skattstofunni, þegar þau Ólafur kynntust. „Hún var vel gefin, skýr og skemmtileg, var allt- af jákvæð og horfði jafnan á björtu hliðar lífsins. Hún hafði lært að spila á orgel hjá föður sínum, var þar að auki með fagra söngrödd og hafði mikinn áhuga á tónlist,“ skrifaði einn frændi hennar.74 Guðrún söng í Sköpuninni eftir Haydn, sem Páll Isólfsson stjórnaði og flutt var í Iðnó í desember 1939, og í Messíasi eftir Hándel, sem Viktor Urbantschitsch stjórnaði og flutt var í desember 1940. Árið 1941 söng hún einnig ásamt systur sinni í Iðnó í söngleiknum Nitouche, sem frumsýndur var 20. febrúar og naut mikilla vinsælda, en í nóvember- lok höfðu 20 þúsund manns séð hann.75 Var verkið á fjölum Iðnós fram á árið 1942. Þau Ólafur voru gefin saman í Háskólakapellunni 25. júní 1943. Föðurbróðir Guðrúnar, séra Þorsteinn Jóhannesson, prófastur í Vatnsfirði, framkvæmdi hjónavígsluna.76 Ólafur Björnsson var ekki fyrr kvæntur en ný barátta hófst gegn lýðveldisstofnun í bráð. Þótt deilunni um sambandsslit árið 1942 væri nú lokið vegna íhlutunar Bandaríkjastjórnar, fannst mörg- um menntamönnum, sem var hlýtt til Dana, oft eftir skólagöngu í Kaupmannahöfn, óheppilegt og jafnvel ódrengilegt að skilja við sam- bandsþjóðina, á meðan hún væri hernumin og ekki kostur neins sam- ráðs við hana, eins og gert hafði verið ráð fyrir í sambandslagasátt- málanum. Þeir kölluðu sjálfa sig „lögskilnaðarmenn“, en andstæðinga sína „hraðskilnaðarmenn“, þótt þær nafngiftir væru með nokkrum áróðursblæ og hefðu ef til vill frekar átt við um deiluna 1942 um van-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.