Andvari - 01.01.2016, Page 30
28
HANNES HOLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
þótt hann kynni að skaðast á því innan lands. Áskorun þeirra Ólafs
Björnssonar og félaga hafði því engin áhrif á það, að Ólafur Thors og
Bjarni Benediktsson hættu við sambandsslit árið 1942.72
Þrátt fyrir annasamt starf og baráttu gaf Ólafur Björnsson sér um
þessar mundir tíma til að kynnast stúlku, sem hann trúlofaðist vorið
1943.73 Guðrún Aradóttir var þá 25 ára að aldri. Hún fæddist á Ytra-
Lóni á Langanesi í Norður-Þingeyjarsýslu 29. júní 1917. Foreldrar
hennar voru Ari Helgi Jóhannesson, kennari og söngstjóri, og kona
hans, Ása Margrét Aðalmundardóttir. Guðrún átti fjögur systkini, sem
upp komust, Þóru, Jóhannes, Þorstein og Jón. Hún ólst upp með for-
eldrum sínum og systkinum á Ytra-Lóni og síðan á Þórshöfn, þegar
fjölskyldan fluttist þangað 1930. Árið 1935 færði fjölskyldan sig um
set og nú til Reykjavíkur, og gekk Guðrún þar í Kvennaskólann ásamt
systur sinni Þóru. Guðrún var fríð sýnum og sat um skeið fyrir hjá
Gunnlaugi Blöndal listmálara, en hún starfaði á Skattstofunni, þegar
þau Ólafur kynntust. „Hún var vel gefin, skýr og skemmtileg, var allt-
af jákvæð og horfði jafnan á björtu hliðar lífsins. Hún hafði lært að
spila á orgel hjá föður sínum, var þar að auki með fagra söngrödd og
hafði mikinn áhuga á tónlist,“ skrifaði einn frændi hennar.74 Guðrún
söng í Sköpuninni eftir Haydn, sem Páll Isólfsson stjórnaði og flutt
var í Iðnó í desember 1939, og í Messíasi eftir Hándel, sem Viktor
Urbantschitsch stjórnaði og flutt var í desember 1940. Árið 1941 söng
hún einnig ásamt systur sinni í Iðnó í söngleiknum Nitouche, sem
frumsýndur var 20. febrúar og naut mikilla vinsælda, en í nóvember-
lok höfðu 20 þúsund manns séð hann.75 Var verkið á fjölum Iðnós fram
á árið 1942. Þau Ólafur voru gefin saman í Háskólakapellunni 25. júní
1943. Föðurbróðir Guðrúnar, séra Þorsteinn Jóhannesson, prófastur í
Vatnsfirði, framkvæmdi hjónavígsluna.76
Ólafur Björnsson var ekki fyrr kvæntur en ný barátta hófst gegn
lýðveldisstofnun í bráð. Þótt deilunni um sambandsslit árið 1942
væri nú lokið vegna íhlutunar Bandaríkjastjórnar, fannst mörg-
um menntamönnum, sem var hlýtt til Dana, oft eftir skólagöngu í
Kaupmannahöfn, óheppilegt og jafnvel ódrengilegt að skilja við sam-
bandsþjóðina, á meðan hún væri hernumin og ekki kostur neins sam-
ráðs við hana, eins og gert hafði verið ráð fyrir í sambandslagasátt-
málanum. Þeir kölluðu sjálfa sig „lögskilnaðarmenn“, en andstæðinga
sína „hraðskilnaðarmenn“, þótt þær nafngiftir væru með nokkrum
áróðursblæ og hefðu ef til vill frekar átt við um deiluna 1942 um van-