Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 29
ANDVARI
ÓLAFUR BJÖRNSSON
27
vanefndir Dana væru ekki að vilja þeirra sjálfra, heldur vegna her-
námsins. Bjarni var nú orðinn handgenginn Olafi Thors, formanni
Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra minnihlutastjórnarinnar, sem
mynduð hafði verið vorið 1942. Ætluðu þeir Olafur og Bjarni að hraða
lýðveldisstofnun í stað þess að bíða eftir því, að sambandslagasátt-
málinn kæmi til endurskoðunar eftir 25 ár, árið 1943.68 Þótt langflestir
íslendingar vildu slíta sambandslagasáttmálanum, eftir að þess væri
kostur 1943, sættu fyrirætlanir þeirra Olafs og Bjarna um tafarlausan
aðskilnað án nokkurs samráðs við Dani hins vegar nokkurri andstöðu
innan lands. Gylfi Þ. Gíslason varð einna fyrstur til að hreyfa andmæl-
um við aðskilnaði í útvarpserindi í apríl 1942. Einnig hafði Hannibal
Valdimarsson skrifað í sama anda í Skutul á Isafirði þegar árið 1941,
en fáir veitt því athygli.69
Ólafur Björnsson var sammála Gylfa Þ. Gíslasyni, en vissi ekki
af skrifum Hannibals Valdimarssonar. Þeir Ólafur og Klemens
Tryggvason voru þá báðir einhleypir, og fóru þeir í sumarleyfi austur
á Kirkjubæjarklaustur í nokkra daga sumarið 1942. Þá ræddi Ólafur
málið við Klemens. „Við vissum um marga áhrifamenn, sem töldu
þessa meðferð sambandsmálsins mikið óráð, en þeir voru ófúsir á að
ganga fram fyrir skjöldu, og lítið samband var milli þeirra,“ sagði
Klemens.70 Þegar þeir sneru aftur til Reykjavíkur, söfnuðu þeir undir-
skriftum 60 áhrifamanna undir áskorun til Alþingis um að fresta sam-
bandsslitum. Voru margir þjóðkunnir menn í hópnum, þar á meðal
Árni Pálsson prófessor, Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur, dr. Björn
Þórðarson lögmaður (sem varð forsætisráðherra utanþingsstjórnarinn-
ar skömmu síðar), Helgi Guðmundsson bankastjóri, Sigurður Nordal
prófessor, Tómas Guðmundsson skáld og Þorsteinn Þorsteinsson hag-
stofustjóri. Hinn 17. ágúst gengu þeir Klemens Tryggvason, Árni
Pálsson og Helgi Guðmundsson á fund Ólafs Thors forsætisráðherra og
skýrðu honum frá áskoruninni.71 Forsætisráðherra mæltist eindregið til
þess, að áskorunin yrði ekki birt opinberlega. Þótt hann segði gestum
sínum ekki frá því, átti hann þá í viðræðum við Bandaríkjamenn, sem
tekið höfðu að sér hervernd Islands sumarið 1941, um viðurkenningu
á fullu sjálfstæði íslands. Bandaríkjamenn vildu ekki styggja Dani um
of og höfðu gert Ólafi orð þegar í júlí 1942 um að fresta lýðveldis-
stofnun samkvæmt ákvæðum um 25 ára gildistíma sambandslagasátt-
málans, og skyldu þeir þá viðurkenna lýðveldið. Taldi Ólafur Thors
sig ekki eiga annars úrkosti en verða við beiðni Bandaríkjamanna,