Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 117
ANDVARI
UPPREISN ÞÓRBERGS ÞÓRÐARSONAR GEGN HEFÐINNI
115
í þessum kafla gerir Soffía rækilega grein fyrir hinni yfirgripsmiklu
þekkingu Þórbergs á íslenskri ljóðlist frá upphafi vega og bendir sérstaklega
á hvernig tvísæið og hin rómantíska hæðni, sem einkennir ljóð Þórbergs,
einkennir líka skrif hans í óbundnu máli og nefnir í því sambandi hina
rómantísku upphafningu í Islenzkum aðli sem annað veifið er rofin af hinum
„fúla veruleika.“n Og þetta á vissulega við mörg önnur verk Þórbergs í
óbundnu máli, til dæmis Bréf til Láru eins og fyrr er getið. En tvísæið er ein-
mitt eitt af höfuðeinkennum Þórbergs og þá ekki síst í sjálfslýsingum hans.
I kaflanum er hinu andlega og ljóðræna umhverfi Þórbergs í upphafi
19. aldar gerð góð skil, þátttöku hans í ungmennafélagshreyfingunni,
málfundum þar og tímaritunum Skinfaxa og Braga. Hefur allt þetta orðið
Þórbergi dýrmætur skóli, ekki síst í ljóðlistinni sem var mikið til umræðu í
þessum félagsskap.
Á þessum árum gefur Þórbergur út ljóðakver sín tvö, Hálfa skósóla 1915
og Spaks manns spjarir 1917, bæði undir höfundarnafninu Styrr stofuglamm.
Hvítir hrafnar komu svo út 1922 undir hans eigin nafni og voru í þeirri bók
ljóð hinna fyrri kvæðakvera ásamt nítján nýjum ljóðum. í umfjöllun sinni
um þessar bækur rekur Soffía nánar áhrif Heines á ljóðskap Þórbergs og
skýrir ýtarlega uppreisn hans gegn nýrómantísku stefnunni í ljóðagerð, þar
sem hann beitir bæði tvísæi í anda Heines og súrrealistiskum efnistökum og
skoplegum stælingum undir fornum háttum eins og í kvæðinu „Fútúriskar
kveldstemningar“ undir hrynhendum hætti. I umíjöllun sinni um Hvíta
hrafna vitnar Soffía til formála Þórbergs fyrir bókinni þar sem hann segir:
Einstaka orðatiltækjum hefi ég leyft mér að hnupla frá öðrum rithöfundum, en það
ætti ekki að verða mér að þungum áfellisdómi, því að vorir „klassisku“ snillingar
hafa aukið frægð sína með sams konar rækt við lífs og liðna. „Hvað höfðingjarnir
hafast að, | hinir ætla sér leyfist það.“12
Soffía telur áhrif Heines vera meiri á skrif Þórbergs en hann sjálfur vildi
vera láta, ekki síst í óbundnu máli og hygg ég að það sé rétt mat. Hitt er svo
annað mál að Þórbergur hnuplar frá ýmsum í ritum sínum eins og flestir rit-
höfundar og hefur Soffía og fleiri, eins og áður segir, dregið töluvert af slíku
fram úr Bréfi til Láru. Þar hygg ég að Laxness hafi lært talsvert af Þórbergi
(eins og í fleiru) og gengið reyndar talsvert lengra en meistarinn. Má í því
sambandi til dæmis benda á Rœtur Islandsklukkunnar eftir Eirík Jónsson.
Soffía færir sterk rök fyrir því að Þórbergur hafi hugsað sér að gerast ljóð-
skáld og metnaður hans staðið til þess þótt hann taki sjálfur hvað eftir annað
fram að svo hafi ekki verið.
Lok kaflans snúast um andóf hins forna byltingarmanns í ljóðagerð gegn
óbundnum atómskáldskap. Sjónarmið hans í þeim efnum koma vafalaust