Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 23
ANDVARI
ÓLAFUR BJÖRNSSON
21
var, fljótlega eftir að ég hóf mitt nám,“ sagði Klemens Tryggvason,
„að hann naut virðingar kennara og samstúdenta sakir þekkingar
sinnar og skarpskyggni.“36 Arið 1937 stunduðu fjórir íslendingar hag-
fræðinám í Kaupmannahafnarháskóla, auk Olafs og Klemensar þeir
Torfi Asgeirsson og Gunnar Björnsson.37 Umgekkst Ólafur aðallega
Klemens, sem bjó síðasta ár hans í Kaupmannahöfn á sama stúdenta-
garði.
Um þetta leyti og í tengslum við rannsóknir sínar í hagfræði kynnt-
ist Ólafur Björnsson tveimur verkum, sem höfðu mikil áhrif á hann.
Annað þeirra var bókin Die Gemeinwirtschaft eftir austurríska hag-
fræðinginn Lúðvík von Mises, sem kom fyrst út árið 1922, en ensk
þýðing hennar var gefin út 1936.38 Helstu röksemdir sínar hafði Mises
þegar sett fram í tímaritsgrein árið 1920.39 Hann kvað miðstýrðan
áætlunarbúskap eins og sósíalistar hugsuðu sér um þær mundir ófram-
kvæmanlegan í þeim skilningi, að hann gæti aldrei náð tilgangi sínum.
Mises leiddi rök að því, að nýting framleiðslutækjanna yrði þá og því
aðeins hagkvæm, að á öllum afurðum fengi að myndast verð, sem
veitti upplýsingar um kostnaðinn af hinum ýmsu möguleikum. Eina
leiðin til að ná því marki væri á frjálsum markaði. Hvernig átti til
dæmis að skera úr því, hvort hagkvæmara væri að leggja veg eða járn-
braut milli tveggja staða? Eða hvort ætti að sá hveiti eða byggi í akur?
Eða framleiða 10 lítra af vatni eða 10 lítra af víni? Óteljandi slíkum
spurningum er svarað daglega á frjálsum markaði. En engin leið er til
að svara þeim við miðstýrðan áætlunarbúskap. Starfsmenn miðstjórn-
arinnar kunna engin ráð til þess að reikna út kostnaðinn af hinum
ýmsu möguleikum, sem í boði eru. Þeir geta borið saman magn, en
þeir geta ekki mælt saman hagkvæmni ólíkra möguleika. Þeir geta
ekki gefið ólíkum möguleikum peningagildi, ekki metið þá til fjár
í einni og sömu einingu. „Ráðamenn í sameignarskipulagi verða að
stýra fleyi sínu um hafsjó hugsanlegra aðferða án þeirrar lífsnauðsyn-
legu leiðarstjörnu, sem verðmyndun á frjálsum markaði er,“ skrifaði
Mises.40
Eftir að einn lærisveinn von Mises, Friðrik Hayek, gerðist prófess-
or í Hagfræðiskólanum í Lundúnum (London School of Economics),
kynnti hann sjónarmið Mises með enskumælandi þjóðum. Hann rit-
stýrði hinni bókinni, sem olli skoðanaskiptum Ólafs Björnssonar,
greinasafninu Collectivistic Economic Planning, sem kom út 1935.41
Þar var ritgerð Mises frá 1920 birt, en einnig ýmsar aðrar ritgerðir