Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 50

Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 50
48 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI séra Björns, giftist Jóni Reyni Magnússyni verkfræðingi, sem lengi var framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins. Hún lést 2009. Yngri systirin, Ólöf Birna, giftist Jóni Ólafssyni hæstaréttarlögmanni, sem rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík. Stóðu hálfsystur Ólafs honum nær í stjórnmálum en alsysturnar þrjár. Samband Ólafs við hálfsystur sínar var gott, en ekki mikið. Þau Ólafur Björnsson og Guðrún Aradóttir fluttust 1949 í mynd- arlegt hús við Aragötu 5, í næsta nágrenni Háskólans. Alexander Jóhannesson prófessor, sem var mjög framtakssamur, hafði stofnað byggingarsamvinnufélag háskólakennara árið 1947, og var því út- hlutað einhverjum eftirsóttustu lóðum í bænum, við Oddagötu og Aragötu. Fengu háskólamennirnir lán á góðum kjörum, sem voru í því fólgin, að Sáttmálasjóður Háskólans keypti skuldabréf af bygg- ingarfélaginu, en það lánaði síðan húsbyggjendum, og var ríkis- ábyrgð á skuldabréfinu. Námu þessi lán tæpum helmingi kostnaðar- verðs, eftir því sem næst verður komist.163 Munaði um þetta, því að þá var ekki til nein Húsnæðismálastofnun ríkisins og því síður neinn Ibúðalánasjóður. Leituðu væntanlegir húsbyggjendur aðallega til veð- deildar Landsbankans um lán. Ólafur Björnsson og Guðrún Aradóttir eignuðust þrjá syni. Ari Helgi fæddist 10. desember 1946, Björn Gunnar 25. maí 1949 og Örnólfur Jónas 20. febrúar 1951. Ólafur var ekki með bílpróf og gekk jafnan frá Aragötu til vinnu sinnar. „Það var undantekning í þeirri kynslóð, sem ég tilheyri, að menn ættu bíl og ég auk þess úr sveit,“ sagði hann. Hann eignaðist ekki bíl fyrr en seint á ævinni, og þá óku synir hans honum. „Eg hef ekki saknað þess að geta ekki ekið bíl, hef aldrei haft verulegan áhuga á því og hef komist vel af án þess. Ég tímdi hreinlega aldrei að eyða tíma í að taka bílpróf.“164 „Ólafur Björnsson er svona alveg eins og almenningur hugsar sér, að prófessor eigi að vera,“ sagði eitt sinn í palladómi um frambjóðendur til þings.165 Margar sögur voru sagðar af því, að Ólafur væri utan við sig. Ein lífseigasta sagan var sú, sem nágranni hans á Aragötu, Armann Snævarr lagaprófessor, sagði. Hann mætti Ólafi eitt sinn með barna- vagn, en Ari, elsti sonur þeirra Guðrúnar, var þá kornabarn. Þegar hinn hreykni faðir ætlaði að sýna Armanni frumburðinn, greip hann í tómt. Ekkert barn var í vagninum! Sá sannleikskjarni er í þessari sögu, að Guðrún hafði eitt sinn farið í heimsókn með Ara, sem síðan var orðinn þreyttur, svo að hún bað Ólaf að sækja þau og taka með sér barnavagn, svo að þau gætu ekið króganum heim. Önnur saga var af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.