Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 94

Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 94
92 AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR ANDVARI aðra sögupersóna. En hann beinir ekki hvað síst sjónum að höfundum sem eru uppteknir af möguleikanum sem áran gefur til að bregðast við komandi flogi, til dæmis með því að fela sig, fá hjálp, vinna gegn floginu eða reyna að minnka hugsanlegt tjón af völdum þess. Áran er samkvæmt þessu stund- in þegar einstaklingur er að missa stjórn en hefur mögulega enn tækifæri til að ná stjórn aftur, að einhverju leyti að minnsta kosti.26 í Stóra skjálfta rifjar Saga upp að í fortíðinni hafi hún getað framkallað áruástand, beint „vitundinni inn í störuflog með því að stara nógu lengi af því að sekúndu- brotið rétt áður en meðvitundin hvarf var svo þægilegt. Augnablikið fjaraði út um leið og litirnir hreyfðust í bylgjum sem leituðust við að renna saman í einn allsherjartón, eins og ég væri horfin inn í málverk eftir Van Gogh.“27 Nú fer hins vegar megnið af orku hennar í að reyna að „stjórna“ flogunum, þ.e. stoppa þau af. Oftar en ekki þróast þau þó yfir „í svokölluð ráðvilluflog, eða fjölþætt staðbundin flog þar sem meðvitund tapast að hluta eða alveg“.28 Staðbundin flog geta einnig breiðst út til alls heilans og orðið að altækum flogum, eða svokölluðum grand-mal flogum, sem er það sem aðalpersónan í Stóra skjálfta lendir ítrekað í. Wolf bendir á að í Fávitanum eftir Dostojevskíj fái aðalpersónan Myshkin tvö flog en undanfarinn sé hæg uppbygging foreinkenna, sem í ströngustu merkingu teljist fyrirboðar en ekki árur því ekki komi flog strax í kjölfarið. P. Vogel29 hafi lagt áherslu á það hversu snilldarlega Dostojevskíj lýsi þessari hægu og að því er virðist forákvörðuðu þróun sem endar með alvarlegu flogi á þeirri stund sem Rogosjín, vinur Myshkins, stígur fram til að drepa hann. Stóri skjálfti hefst hins vegar á því að Saga vaknar upp af grand-mal flogi og endar, eftir að hún hefur fengið þó nokkur til viðbótar, á því að hún siglir inn í altækt flog sem stendur enn yfir þegar sögunni lýkur. Trufluð Saga Líkt og titillinn Ósjálfrátt og pælingarnar þar um ósjálfráða skrift gefa til kynna einkennist sú bók af flæði, þar sem margar sögur spretta fram og tvinnast saman. Titillinn Stóri skjálfti gefur annars konar hrynjandi til kynna. Hann vísar í hið líkamlega ástand að vera í (grand-mal) flogi en einnig til jarðskjálfta (Suðurlandsskjálftinn árið 2000 hefur t.d. verið kallaður Stóri Suðurlandsskjálftinn) - sem er undirstrikað með línuritinu á kápu bókarinn- ar. Til grundvallar liggur heilalínurit höfundarins,30 sem er með flogaveiki líkt og aðalpersónan í bók hennar, en gæti allt eins verið skjálftalínurit jarð- fræðings. Jarðskjálfti, líkt og flog, er eitthvað sem brýtur upp, truflar. Og er um leið eins konar útrás eftir uppbyggingu spennu sem gerir hann að lýsandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.