Andvari - 01.01.2016, Side 94
92
AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR
ANDVARI
aðra sögupersóna. En hann beinir ekki hvað síst sjónum að höfundum sem
eru uppteknir af möguleikanum sem áran gefur til að bregðast við komandi
flogi, til dæmis með því að fela sig, fá hjálp, vinna gegn floginu eða reyna
að minnka hugsanlegt tjón af völdum þess. Áran er samkvæmt þessu stund-
in þegar einstaklingur er að missa stjórn en hefur mögulega enn tækifæri
til að ná stjórn aftur, að einhverju leyti að minnsta kosti.26 í Stóra skjálfta
rifjar Saga upp að í fortíðinni hafi hún getað framkallað áruástand, beint
„vitundinni inn í störuflog með því að stara nógu lengi af því að sekúndu-
brotið rétt áður en meðvitundin hvarf var svo þægilegt. Augnablikið fjaraði
út um leið og litirnir hreyfðust í bylgjum sem leituðust við að renna saman
í einn allsherjartón, eins og ég væri horfin inn í málverk eftir Van Gogh.“27
Nú fer hins vegar megnið af orku hennar í að reyna að „stjórna“ flogunum,
þ.e. stoppa þau af. Oftar en ekki þróast þau þó yfir „í svokölluð ráðvilluflog,
eða fjölþætt staðbundin flog þar sem meðvitund tapast að hluta eða alveg“.28
Staðbundin flog geta einnig breiðst út til alls heilans og orðið að altækum
flogum, eða svokölluðum grand-mal flogum, sem er það sem aðalpersónan
í Stóra skjálfta lendir ítrekað í.
Wolf bendir á að í Fávitanum eftir Dostojevskíj fái aðalpersónan Myshkin
tvö flog en undanfarinn sé hæg uppbygging foreinkenna, sem í ströngustu
merkingu teljist fyrirboðar en ekki árur því ekki komi flog strax í kjölfarið.
P. Vogel29 hafi lagt áherslu á það hversu snilldarlega Dostojevskíj lýsi þessari
hægu og að því er virðist forákvörðuðu þróun sem endar með alvarlegu flogi
á þeirri stund sem Rogosjín, vinur Myshkins, stígur fram til að drepa hann.
Stóri skjálfti hefst hins vegar á því að Saga vaknar upp af grand-mal flogi
og endar, eftir að hún hefur fengið þó nokkur til viðbótar, á því að hún siglir
inn í altækt flog sem stendur enn yfir þegar sögunni lýkur.
Trufluð Saga
Líkt og titillinn Ósjálfrátt og pælingarnar þar um ósjálfráða skrift gefa til
kynna einkennist sú bók af flæði, þar sem margar sögur spretta fram og
tvinnast saman. Titillinn Stóri skjálfti gefur annars konar hrynjandi til kynna.
Hann vísar í hið líkamlega ástand að vera í (grand-mal) flogi en einnig til
jarðskjálfta (Suðurlandsskjálftinn árið 2000 hefur t.d. verið kallaður Stóri
Suðurlandsskjálftinn) - sem er undirstrikað með línuritinu á kápu bókarinn-
ar. Til grundvallar liggur heilalínurit höfundarins,30 sem er með flogaveiki
líkt og aðalpersónan í bók hennar, en gæti allt eins verið skjálftalínurit jarð-
fræðings. Jarðskjálfti, líkt og flog, er eitthvað sem brýtur upp, truflar. Og er
um leið eins konar útrás eftir uppbyggingu spennu sem gerir hann að lýsandi