Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 13

Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 13
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Olafur Björnsson Mánudagskvöldið 11. apríl árið 1938 flykktust íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn á fund á Café Trehj^rnet við Silfurgötu. Nú átti Halldór Kiljan Laxness leið um borgina og ætlaði að segja þeim frá ferð um Ráðstjórnarríkin síðustu fjóra mánuði, frá því í desember 1937. Stúdentarnir voru flestir róttækir í stjórnmálaskoðunum og vildu ólmir heyra í hinum umdeilda rithöfundi. I ræðu sinni kvað Kiljan fréttir í vestrænum „borgarablöðum“ um Rússland ónákvæmar. Hann hefði fyrst verið þar eystra fyrir fimm árum, og hefði nú margt breyst til batnaðar. Almenningur væri ánægður. „Fólkið sér landið byggjast upp,“ mælti Kiljan, „kaup sitt hækka, en vörurnar lækka.“ Aður fyrr hefðu flestir Rússar verið ólæsir. Nú litu lestarstöðvar í Moskvu út eins og menningarhallir. Kiljan sagðist hafa farið á rithöfundaþing í Georgíu. Þar hefði roskið Kasakhaskáld, Dzhambúl að nafni, tekið fram dombru og sungið kvæði eftir sig um Stalín.1 Fór Kiljan síðan með lokaorðin í þýðingu sinni: í Stalín rætist draumur fólksins um gleði og fegurð. Stalín, elskaði vinur, þú átt ekki þinn líka. Þú ert skáld jarðarinnar. Stalín, þú er söngvari þjóðvísunnar. Stalín, þú ert hinn voldugi faðir Dzhambúls.2 Eftir að Kiljan hafði farið með þessi vísuorð, dundi við lófatak. Stúdentarnir íslensku kunnu vel að meta lofið um Stalín. I miðjum fagnaðarlátunum stóð þó einn fundarmaður upp og læddist út, svo að lítið bar á, Ólafur Björnsson, sem hugðist ljúka hagfræðiprófi þá um sumarið. Á heimleiðinni hristi hann höfuðið og tautaði fyrir munni sér, að fundurinn hefði verið líkastur samkomu í hjálpræðishern- um, sem hann hafði einu sinni sótt af forvitni á námsárum sínum á Akureyri. Kvæði Dzhambúls hefði minnt á sálm. Kiljan væri að boða trú, ekki stjórnmálaskoðun. Stundum bregður lítið atvik ljósi yfir stórt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.