Andvari - 01.01.2016, Page 13
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Olafur Björnsson
Mánudagskvöldið 11. apríl árið 1938 flykktust íslenskir stúdentar
í Kaupmannahöfn á fund á Café Trehj^rnet við Silfurgötu. Nú átti
Halldór Kiljan Laxness leið um borgina og ætlaði að segja þeim frá
ferð um Ráðstjórnarríkin síðustu fjóra mánuði, frá því í desember
1937. Stúdentarnir voru flestir róttækir í stjórnmálaskoðunum og vildu
ólmir heyra í hinum umdeilda rithöfundi. I ræðu sinni kvað Kiljan
fréttir í vestrænum „borgarablöðum“ um Rússland ónákvæmar. Hann
hefði fyrst verið þar eystra fyrir fimm árum, og hefði nú margt breyst
til batnaðar. Almenningur væri ánægður. „Fólkið sér landið byggjast
upp,“ mælti Kiljan, „kaup sitt hækka, en vörurnar lækka.“ Aður fyrr
hefðu flestir Rússar verið ólæsir. Nú litu lestarstöðvar í Moskvu út
eins og menningarhallir. Kiljan sagðist hafa farið á rithöfundaþing í
Georgíu. Þar hefði roskið Kasakhaskáld, Dzhambúl að nafni, tekið
fram dombru og sungið kvæði eftir sig um Stalín.1 Fór Kiljan síðan
með lokaorðin í þýðingu sinni:
í Stalín rætist draumur fólksins um gleði og fegurð.
Stalín, elskaði vinur, þú átt ekki þinn líka.
Þú ert skáld jarðarinnar.
Stalín, þú er söngvari þjóðvísunnar.
Stalín, þú ert hinn voldugi faðir Dzhambúls.2
Eftir að Kiljan hafði farið með þessi vísuorð, dundi við lófatak.
Stúdentarnir íslensku kunnu vel að meta lofið um Stalín. I miðjum
fagnaðarlátunum stóð þó einn fundarmaður upp og læddist út, svo að
lítið bar á, Ólafur Björnsson, sem hugðist ljúka hagfræðiprófi þá um
sumarið. Á heimleiðinni hristi hann höfuðið og tautaði fyrir munni
sér, að fundurinn hefði verið líkastur samkomu í hjálpræðishern-
um, sem hann hafði einu sinni sótt af forvitni á námsárum sínum á
Akureyri. Kvæði Dzhambúls hefði minnt á sálm. Kiljan væri að boða
trú, ekki stjórnmálaskoðun. Stundum bregður lítið atvik ljósi yfir stórt