Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 132

Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 132
130 GUÐRÚN KVARAN ANDVARI enginn kann 2 herrum að þiona í stað enginn getur tveggja herra þrœll verid. í síðari hluta versins var litlu breytt. Þó valdi Sveinbjörn sögnina að afrækja ‘vanrækja’ í stað forsóma hjá Geir í sömu merkingu en á þessum stað hafði sögnin að fyrirlíta verið notuð allt frá Þorláksbiblíu til 1813 með þeirri undantekningu að í Steinsbiblíu er notuð sögnin að forakta. Oddur og Guðbrandur höfðu notað sögnina að forláta sem í eldra máli merkir að ‘yfirgefa’. Sýnishorn úr Markúsarguðspjalli er úr 4. kafla, versum 21 til 23. 21 Sidan sagdi hann vid þá: hvort plaga menn ad bera inn liós, og hylja þad sidan undir íláti edur bekk? - en ekki sídur ad setja þad í ljósa stiku - 22 því ekkert er svo hulid sem ej mun opinberad verda (ad þad verdi ei op- inberad) og ekkert so fólgid sem ej verdur (ad þad verdi ei) auglióst: 23 nemi þetta hverr sá, er nema kann. í þessum þremur versum er fátt um meiri háttar breytingar Sveinbjarnar og texti Geirs hélst að mestu í útgefnu Biblíunni 1841. Ljósastikan í 21. versi kemur fyrst inn hér hjá Geir. 1813 var notað orðið kertahjálmur, Ijósastjaki í Steinsbiblíu, kertahjálmur í Þorláksbiblíu og kertahald í Guðbrandsbiblíu. Þarna hefur Geir þótt ástæða til að setja inn algengara orð á 19. öld þótt kertahjálmurinn hafi fylgt Biblíunni frá Þorláki og til 1813. Ljósastikuna notuðu bæði þýðendur útgáfunnar 1981 og 2007. í 22. versi gerði Sveinbjörn breytingar sem ekki eru teknar beint frá eldri þýðingum og eru fyrst og fremst smekksatriði. Geir hafði þýtt: því ekkert er svo hulid sem ej mun opinberad verda og ekkert so fólgid sem ej verdur auglióst. Sveinbjörn breytti í; því ekkert er svo hulid adþad ei verdi opinberad og ekkert so fólgid adþad ej verdi augljóst. I Biblíunni 1813 og hjá Guðbrandi er þýðingin svona: Þvíat þar er ecki (1584 eckert so) hulid, at þat openberest eigi, og þar er eigi (1584 eckert só) leyndt, at þad kunngerest eigi. Fyrir út- gáfu Viðeyjarbiblíu hafði textanum verið lítillega breytt: Því ekkért er svo hulid ad þad ekki verdi opinbert, og ekkért so fólgid, ad þad ekki verdi aug- Ijóst. Á óvart kemur hins vegar breytingin á 23. versi: Þar þýddi Geir: nemi þetta hverr sá er nema kann og Sveinbjörn breytti þar engu í handritinu. Sama þýðing var notuð í 1827 og í Viðeyjarbiblíu 1841. Allt frá Nýja testa- menti Odds og Guðbrandsbiblíu hafði verið þýtt: Hver hann hefur Eyru ad heyra, sa heyre! Þýðingunni var breytt þegar 1908 í: Ef einhver hefir eyru að heyra, hann heyri! og hefur hún haldist til þessa dags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.