Andvari - 01.01.2016, Síða 132
130
GUÐRÚN KVARAN
ANDVARI
enginn kann 2 herrum að þiona í stað enginn getur tveggja herra þrœll
verid. í síðari hluta versins var litlu breytt. Þó valdi Sveinbjörn sögnina að
afrækja ‘vanrækja’ í stað forsóma hjá Geir í sömu merkingu en á þessum
stað hafði sögnin að fyrirlíta verið notuð allt frá Þorláksbiblíu til 1813 með
þeirri undantekningu að í Steinsbiblíu er notuð sögnin að forakta. Oddur
og Guðbrandur höfðu notað sögnina að forláta sem í eldra máli merkir að
‘yfirgefa’.
Sýnishorn úr Markúsarguðspjalli er úr 4. kafla, versum 21 til 23.
21 Sidan sagdi hann vid þá: hvort plaga menn ad bera inn liós, og hylja þad
sidan undir íláti edur bekk? - en ekki sídur ad setja þad í ljósa stiku -
22 því ekkert er svo hulid sem ej mun opinberad verda (ad þad verdi ei op-
inberad) og ekkert so fólgid sem ej verdur (ad þad verdi ei) auglióst:
23 nemi þetta hverr sá, er nema kann.
í þessum þremur versum er fátt um meiri háttar breytingar Sveinbjarnar og
texti Geirs hélst að mestu í útgefnu Biblíunni 1841. Ljósastikan í 21. versi
kemur fyrst inn hér hjá Geir. 1813 var notað orðið kertahjálmur, Ijósastjaki
í Steinsbiblíu, kertahjálmur í Þorláksbiblíu og kertahald í Guðbrandsbiblíu.
Þarna hefur Geir þótt ástæða til að setja inn algengara orð á 19. öld þótt
kertahjálmurinn hafi fylgt Biblíunni frá Þorláki og til 1813. Ljósastikuna
notuðu bæði þýðendur útgáfunnar 1981 og 2007.
í 22. versi gerði Sveinbjörn breytingar sem ekki eru teknar beint frá eldri
þýðingum og eru fyrst og fremst smekksatriði. Geir hafði þýtt: því ekkert
er svo hulid sem ej mun opinberad verda og ekkert so fólgid sem ej verdur
auglióst.
Sveinbjörn breytti í; því ekkert er svo hulid adþad ei verdi opinberad og
ekkert so fólgid adþad ej verdi augljóst. I Biblíunni 1813 og hjá Guðbrandi
er þýðingin svona: Þvíat þar er ecki (1584 eckert so) hulid, at þat openberest
eigi, og þar er eigi (1584 eckert só) leyndt, at þad kunngerest eigi. Fyrir út-
gáfu Viðeyjarbiblíu hafði textanum verið lítillega breytt: Því ekkért er svo
hulid ad þad ekki verdi opinbert, og ekkért so fólgid, ad þad ekki verdi aug-
Ijóst.
Á óvart kemur hins vegar breytingin á 23. versi: Þar þýddi Geir: nemi
þetta hverr sá er nema kann og Sveinbjörn breytti þar engu í handritinu.
Sama þýðing var notuð í 1827 og í Viðeyjarbiblíu 1841. Allt frá Nýja testa-
menti Odds og Guðbrandsbiblíu hafði verið þýtt: Hver hann hefur Eyru ad
heyra, sa heyre! Þýðingunni var breytt þegar 1908 í: Ef einhver hefir eyru
að heyra, hann heyri! og hefur hún haldist til þessa dags.