Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 156
154
HJALTI ÞORLEIFSSON
ANDVARI
svo hljótt [...]. Sál hans er eins og bikar, sem þenst því meir sem á hann
er skenkt, og hæfileika hans að gleðjast eru engin takmörk sett “6I Hann
hefur glatað möguleika á jafnvægi og er nú háður duttlungum torræðra og
marglyndra afla umhverfisins. Aðdáun sögumanns er öll sem fyrr á hinni
lífsreyndu Steinunni, sem lifði lífi sínu rótföst í mannheimum og safnaði í
sarp komandi kynslóða með erfiði sínu, en ekki á Álfi sem kaus sér draum-
kennda óreiðu handanveruleikans.
Áhersla á hreyfingu og stanslausan straum tilverunnar kemur að sama
skapi fram í öðrum þætti „Heljar“ þar sem segir frá Dísu af Skaganum.
Álfur fellir ást til hennar líkt og til hafsins enda er yfir henni „[...] svalandi
útræna Skagans [.,.]“62 og augu hennar eru gráblá og djúp eins og særinn.
Dísa verður nokkurs konar myndhverfing náttúrunnar í allri sinni dýrð sem
rúmar eiginleika og dulrænu þess frumafls sem býr innan sköpunarverksins:
Þú ert heilög eins og guð og óhrein eins og dýr [...] þú ert mjúk eins og vorþoka og
hörð eins og stuðlaberg, þú getur klappað með barnshöndum og verið ægileg eins
og snjóflóð. Gleði þín getur verið víðari en himininn, örvænting þín dýpri en hafið,
hatur þitt heitara en eldurinn, trygð þín fastari en jörðin. Þú ert gömul eins og efnið,
ung eins og andinn, eilíf eins og tíminn.63
Tilvist Dísu er eins og náttúran sem hún stendur fyrir. Hún nær út yfir
tíma og rúm, felur jöfnum höndum í sér sköpun og eyðingu og er allt í senn
gömul, ung og eilíf. Hún er hafin yfir manninn eins og guð en er um leið
bundin hinu jarðneska og lætur sér þrá hans eftir æðri vitneskju í léttu rúmi
liggja enda er hún sæl í sinni fáfræði og „[...] heimsk eins og Eva, áður en
hún át af skilningstrénu góðs og ills“.64 Hið vitsmunalega er einn þáttur ein-
lyndisins en náttúran sem Dísa endurspeglar er að öllu leyti marglynt afl og
því hefur hún takmarkaðan skilning á gildi þeirrar sérhæfingar sem mannleg
þekking hefur í för með sér. Miðað við þau ógnaröfl sem hún býr yfir, lítur
á sem sjálfsögð og mennirnir hafa engin tök á að beisla, virðist kunnátta
mannsins afar afmörkuð og lítils megandi. Hvað sem því líður er það þó ein-
lyndishæfileikinn til að nema sem mannkynið hefur umfram náttúruna og
sú hæfni getur skilað æðri kunnáttu sem nær út fyrir þá hringrás sköpunar
og eyðingar sem hún viðheldur.
I kaflanum um Dísu er auk þess mikið gert úr hreyfanleika alheimsins og
hann séður sem grundvöllur lífsins sem fyrirfinnst innan hans: „Veiztu að
málmæðar hríslast um fjöllin. [...] Veiztu að jörðin undir fótum okkar er öll
kvik af vatnslindum? [...] Veiztu að niður við grunn sjávarins er krökt af lífi
[...]“,65 er Dísa innt eftir. Gangur lífsins er tryggður með duldum en sífelld-
um hræringum sem eiga sér stað í hlutveruleikanum en eru úr sjónmáli. Til
nánari skýringar er dregin upp mynd af norðlenskum kotbónda sem leggur