Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 156

Andvari - 01.01.2016, Side 156
154 HJALTI ÞORLEIFSSON ANDVARI svo hljótt [...]. Sál hans er eins og bikar, sem þenst því meir sem á hann er skenkt, og hæfileika hans að gleðjast eru engin takmörk sett “6I Hann hefur glatað möguleika á jafnvægi og er nú háður duttlungum torræðra og marglyndra afla umhverfisins. Aðdáun sögumanns er öll sem fyrr á hinni lífsreyndu Steinunni, sem lifði lífi sínu rótföst í mannheimum og safnaði í sarp komandi kynslóða með erfiði sínu, en ekki á Álfi sem kaus sér draum- kennda óreiðu handanveruleikans. Áhersla á hreyfingu og stanslausan straum tilverunnar kemur að sama skapi fram í öðrum þætti „Heljar“ þar sem segir frá Dísu af Skaganum. Álfur fellir ást til hennar líkt og til hafsins enda er yfir henni „[...] svalandi útræna Skagans [.,.]“62 og augu hennar eru gráblá og djúp eins og særinn. Dísa verður nokkurs konar myndhverfing náttúrunnar í allri sinni dýrð sem rúmar eiginleika og dulrænu þess frumafls sem býr innan sköpunarverksins: Þú ert heilög eins og guð og óhrein eins og dýr [...] þú ert mjúk eins og vorþoka og hörð eins og stuðlaberg, þú getur klappað með barnshöndum og verið ægileg eins og snjóflóð. Gleði þín getur verið víðari en himininn, örvænting þín dýpri en hafið, hatur þitt heitara en eldurinn, trygð þín fastari en jörðin. Þú ert gömul eins og efnið, ung eins og andinn, eilíf eins og tíminn.63 Tilvist Dísu er eins og náttúran sem hún stendur fyrir. Hún nær út yfir tíma og rúm, felur jöfnum höndum í sér sköpun og eyðingu og er allt í senn gömul, ung og eilíf. Hún er hafin yfir manninn eins og guð en er um leið bundin hinu jarðneska og lætur sér þrá hans eftir æðri vitneskju í léttu rúmi liggja enda er hún sæl í sinni fáfræði og „[...] heimsk eins og Eva, áður en hún át af skilningstrénu góðs og ills“.64 Hið vitsmunalega er einn þáttur ein- lyndisins en náttúran sem Dísa endurspeglar er að öllu leyti marglynt afl og því hefur hún takmarkaðan skilning á gildi þeirrar sérhæfingar sem mannleg þekking hefur í för með sér. Miðað við þau ógnaröfl sem hún býr yfir, lítur á sem sjálfsögð og mennirnir hafa engin tök á að beisla, virðist kunnátta mannsins afar afmörkuð og lítils megandi. Hvað sem því líður er það þó ein- lyndishæfileikinn til að nema sem mannkynið hefur umfram náttúruna og sú hæfni getur skilað æðri kunnáttu sem nær út fyrir þá hringrás sköpunar og eyðingar sem hún viðheldur. I kaflanum um Dísu er auk þess mikið gert úr hreyfanleika alheimsins og hann séður sem grundvöllur lífsins sem fyrirfinnst innan hans: „Veiztu að málmæðar hríslast um fjöllin. [...] Veiztu að jörðin undir fótum okkar er öll kvik af vatnslindum? [...] Veiztu að niður við grunn sjávarins er krökt af lífi [...]“,65 er Dísa innt eftir. Gangur lífsins er tryggður með duldum en sífelld- um hræringum sem eiga sér stað í hlutveruleikanum en eru úr sjónmáli. Til nánari skýringar er dregin upp mynd af norðlenskum kotbónda sem leggur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.