Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 127
GUÐRÚN KVARAN
Þýðing þriggja guðspjalla
Geir biskup Vídalín, Sveinbjörn Egilsson
og handritið ÍB 507 4to
Á árinu 2015 átti Hið íslenska biblíufélag 200 ára afmæli og í tilefni þess var
opnaður rafrænn aðgangur að fyrstu Biblíu sem biblíufélagið átti aðild að.
Það er svonefnd Viðeyjarbiblía, kennd við prentstað sinn Viðey, en hún var
gefin út 1841.1 Margir komu að þýðingu Viðeyjarbiblíu og fengu þeir skrif-
leg fyrirmæli um hvernig að verkinu skyldi staðið en félagið lagði áherslu á
að þýðingin yrði nú réttari og betri en fyrri þýðingar. Þýðendum var upp á
lagt:
ad umbreyta eingu, nema því sem bersýnilega þætti málleysa, eda þreifanlega rángt
útlagt, og þoka útleggíngunni nær hofudtextanum ad svo miklu leiti sem Islendskan
leyfdi; ordfærid skyldi vera tilgjordarlaust og audskilid. Þessari reglu ætlum vér
hafi verid meir eda minna fylgt, þó margt kunni að hafa yfirsjest, sem engum mun
þykja tiloku mál þar sem svo mikid og vandasamt verk var med hondum haft, og
sem margir þar ad auki hafa ad unnid.2
Geir biskup Vídalín var einn þýðendanna og tók hann að sér að þýða sam-
stofna guðspjöllin, þ.e. Matteusar-, Markúsar- og Lúkasarguðspjall. Hvenær
hann hóf það verk er ekki fullvíst en líklegt er að verkið hafi lítið verið
komið af stað 1817 þegar hann skrifar í bréfi til Bjarna Þorsteinssonar 6.
október:3
Nú á eg, þegar skip þetta er farið og eg er búinn að koma því frá mér, sem safnazt
hefur að í sumar, að fara að rétta reiðinginn á útleggingu Nýja-testamentisins. Tel
eg vandaverk að rata þar sundið milli skers og báru.
Merkilegt sýnist mér það, að meðan aðrar þjóðir eru svo viðkvæmar, að þær eru
á veginum að ganga af göflunum, ef nokkru er breytt í þeim siðvanlegu útlegg-
ingum Biblíunnar, þá krefjast margir, sem í Biblíufélagið ganga hér, annaðhvort
nýrrar eður forbetraðrar útleggingar.
Geir skrifaði Bjarna aftur 6. mars 1818 og hafði þetta að segja:4