Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 134
132
GUÐRUN KVARAN
ANDVARl
yfir Gudi í og minn andi gledur sig í Gudi. í 1813 stendur Og ande minn
gledst í Gudi eins og í Þorláksbiblíu en Steinn hafði þýtt Og minn Andi
gledur sig i Gudi og er vel hugsanlegt að Sveinbjörn hafi sína tillögu þaðan.
í 48. versi er eina breytingin sú að sögninni meta er breytt í prísa sem
kom inn hjá Þorláki og var enn 1813. Varla er hægt að telja hana til mállýta á
þessum tíma þar sem hún virðist hafa verið algeng í málinu a.m.k. frá því á
16. öld. Steinn hafði reyndar þýtt sœla kalla. Eina breytingin í 49. versi er að
mikli er fellt brott í hinn mikli og voldugi. Svo virðist sem hans nafn er heil-
agt hafi fallið niður hjá Geir og er því bætt við ofanmáls. Meiri breytingar
voru gerðar í 50. og 51. versi. Geir þýddi: vid sína dýrkendur er hann mis-
kunnsamur um alldur. Afreksverk hefir hann framid, ena ofmetnadarfullu í
skapi hefur hann eydilagt. Sveinbjörn breytti í: og hans miskunnsemi varir
um aldur og æfi vid þá sem hann óttast. Hans armleggur hefir þrek unnid,
þeim dramblátu hefur hann stökkt á dreif. í 1813 er þýðingin svona með
þýðingu Guðbrands í sviga: Og hans mikunseme (1584 Myskunsemd) varer
án afláts, æ og alla tíma hjá þeim sem hann óttast (1584 er yfer fra Kyne til
Kyns þeim er hann hrædast). Hann fremur makt (1584 veitti Matt) med sínum
armleggi (1584 medur sinne Hende), og sundurdreifer dramblátum í þaunk-
um þeirra hiarta (1584 og dreifde Dramblatum i fyrirhyggiu sins Hiartd).
í Steinsbiblíu er í 51. versi notað Hann hefur framið magt og er þar nærri
1813 en í Þorláksbiblíu er notuð þýðingin Hann fremur magt með sínum
armlegg. Sveinbjörn hefur hugsanlega armlegginn firá Þorláki en annars fer
hann nokkuð eigin leiðir. Enginn hafði áður notað hið ágæta orðasamband
aó stökkva á dreif.
Fyrri hluti 52. vers er óbreyttur, þ.e. Konungunum hefur hann hrundið úr
hásœti, en síðari hlutann hjá Geir strikar Sveinbjörn yfir og setur í hans stað
þá auðvirðilegu. Þýðingin 1813 er eins og í Þorláksbiblíu: Volldugum hrin-
der (1584 Vollduga setté) hann af stóle, og upphefur (1584 upphafdi) líteláta
og lítill munur er á Guðbrandsbiblíu. Steinn valdi í lok erindisins þá lítil-
mótlegu. Enginn notaði lýsingarorðið auðvirðilegur sem Sveinbjörn valdi en
Steinn kemst næst því.
53 Fátækum hefur hann veitt alls nœgtir breytti Sveinbjörn ekki og í út-
gáfu Nýja testamentisins 1827 er setningin óbreytt. 1841 er búið að setja
húngruðum í stað fátœkum eins og í þýðingunni 1813 og í Guðbrandsbiblíu
áður.
Síðari hlutanum, Ríka hefur hann svipt aleigu þeirra, breytti Sveinbjörn
í Ríka hefur hann látið snauða fara frá sér. Þeirri þýðingu var breytt 1827 í
frá sér fara en var breytt til baka 1841. í 54. versi breytti Sveinbjörn Hann
hefur hjálpað sínum kjæra Israels lyd í hann hefur tekið að sér sitt óskabarn
ísraels lýð sem hélst 1827 að öðru leyti en því að orðaröð var lítillega breytt,