Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 19

Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 19
ANDVARI ÓLAFUR BJÖRNSSON 17 ust til Reykjavíkur, fór Ásthildur með þeim í bæinn, en Ólafur í eitt ár til afa síns á Auðkúlu.12 Árið 1921 sameinaðist þó fjölskyldan á ný, er séra Birni var veitt Auðkúla eftir föður sinn, og fluttist hann þá þangað frá Bergstöðum. Bjuggu foreldrar hans og börn þar með honum. Séra Stefán, faðir hans, hafði reist stórt steinhús á Áuðkúlu, og sást þaðan vítt um sveitir.13 Séra Björn var samvinnumaður og studdi Framsóknarflokkinn. Séra Stefán hallaðist hins vegar að Ihaldsflokknum og var aðdáandi Jóns Þorlákssonar, verkfræðings og forsætisráðherra. Var Ólafur Björnsson mjög hændur að afa sínum.14 Prestssonurinn á Auðkúlu, Ólafur Björnsson, var bráðger, snemma læs, gat sex ára þulið utanbókar Skúlaskeið eftir Grím Thomsen og gerði það stundum fyrir gesti.15 „Ég get ekki sagt, að ég hafi verið mjög hneigður til búverka, vann að vísu öll venjuleg störf, er til féllu, en fann það glögglega, þegar ég var í tvo mánuði í farskóla vetur- inn 1924-1925, að lærdómurinn átti best við mig,“ sagði Ólafur síðar. „Einkum hafði ég gaman af reikningi, en stærðfræði hefir jafnan verið eftirlætisnámsgrein mín.“16 Kennari Ólafs þennan stutta tíma, Bjarni Jónasson, kennari og fræðimaður frá Þórormstungu í Vatnsdal, hafði mikil áhrif á hann.17 Ólafur undirbjó sig undir nám hjá föður sínum og settist haustið 1927 í 2. bekk Menntaskólans á Akureyri, þar sem skólabróðir séra Björns var skólameistari, Sigurður Guðmundsson. Bjó Ólafur í heimavist skólans, en þar var aðbúnaður heldur lakur, enda fjárhagur nemenda almennt bágborinn. Þótt Ólafur væri af grón- um prestaættum, vöknuðu með honum efasemdir í trúmálum í nátt- úrufræðitímum hjá Pálma Hannessyni, síðar rektor Menntaskólans í Reykjavík. Þá kynntist hann skýringum raunvísindanna á ýmsum fyrirbærum og kastaði trúnni á framhaldslíf, sem hafði verið honum huggun eftir móðurmissinn.18 Ölafur Björnsson lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1929 með hæstu einkunn allra nemenda, 7,29 á 0rsted- kvarða, þar sem hámarkið var 8. Næsthæstur varð Steingrímur J. Þorsteinsson, síðar norrænufræðingur, með 7,15.19 Ólafi varð minnis- stæð slitaræða Sigurðar skólameistara þetta vor. Hún var hörð gagn- rýni á þá Adam Smith og Arnljót Ólafsson, sem skrifað hafði fyrsta hagfræðiritið á íslensku, Auðfrœði. Taldi Sigurður þá lofsyngja sjálfs- elsku, sem væri alls ekki gangráður flestra manna. Tók hann dæmi af móðurást. „Halda þeir, að móðir velti því lengi fyrir sér, áður en hún hefur hjúkrun á sjúklingnum smáa, hvort hún græði á slíkri vöku og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.