Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 16
14
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
fullyrða, að hann hafi að talsverðu leyti mótast af trúfræði Magnúsar
Eiríkssonar, föðurbróður síns,“ skrifaði Jón Eyþórsson. „Séra Stefán
mun hafa orðið einna fyrstur íslenskra presta til að hafna eilífri út-
skúfun í boðskap sínum.“5 Samdi hann Hugvekjur til húslestra, sem
komu út 1885.6 Séra Stefán andaðist að Auðkúlu 17. júní 1930. Síðari
kona hans, Þóra, lést 1947.
Móðurafi Olafs Björnssonar og nafni, Ólafur Ólafsson, fæddist í
Hafnarfirði 23. ágúst 1860, sonur Ólafs kaupmanns Jónssonar og konu
hans, Mettu Kristínar Ólafsdóttur. Hann lauk prófi úr Prestaskólanum
1885, vígðist þá um haustið til Lundar í Lundarreykjadal í Borgarfirði
og kvæntist um sama leyti Ingibjörgu Pálsdóttur. Hún var fædd 17. janú-
ar 1855, dóttir hjónanna Páls prests Jónssonar Mathiesens í Arnarbæli
í Ölfusi og Guðlaugar Þorsteinsdóttur frá Núpakoti undir Eyjaíjöllum.
Þau hjónin eignuðust fimm börn, sem upp komust. Elstur var Páll Ólafur
Ólafsson útgerðarmaður. Kona hans var Hildur Stefánsdóttir, systir
séra Björns Stefánssonar á Auðkúlu. Næstelstur var Jón Foss (Ólafsson)
læknir, sem lést ungur. Þriðja barnið var Kristín Ólafsdóttir, sem lauk
fyrst íslenskra kvenna læknisprófi og giftist Vilmundi Jónssyni land-
lækni. Fjórða í röðinni var móðir Ólafs Björnssonar, Guðrún Sigríður
Ólafsdóttir. Með því að hún giftist séra Birni Stefánssyni á Auðkúlu,
voru tvöfaldar mægðir á milli systkinanna Páls og Guðrúnar Ólafsbarna
og Hildar og Björns Stefánsbarna. Yngsta barnið var Ásta Ólafsdóttir,
sem giftist Ölafi Bjarnasyni í Brautarholti á Kjalarnesi. Á meðal barna
þeirra er Ólafur Ólafsson landlæknir. Árið 1902 fékk séra Ólafur
Ólafsson Hjarðarholt í Dölum. Þar reisti hann með aðstoð vinar síns,
Thors Jensens, fallega kirkju, sem Rögnvaldur Ólafsson teiknaði, og
var hún fyrsta krosskirkja landsins.7 Ólafur rak líka heimavistarskóla
í Hjarðarholti í átta ár af miklum myndarskap. Hann hætti prestsskap
1919 og fluttist ásamt konu sinni til Reykjavíkur. Á efri árum lagði
Ólafur fyrir sig málaralist, en einnig orti hann nokkuð. Ingibjörg and-
aðist 9. október 1929, en séra Ólafur 13. mars 1935.8
Faðir Ólafs Björnssonar, séra Björn Stefánsson, fæddist að Berg-
stöðum í Svartárdal 13. mars 1881. Eftir stúdentspróf sumarið 1902
var hann heimiliskennari einn vetur á Akureyri, en eftir það lá leiðin í
Prestaskólann, og lauk hann prófi þaðan 1906. Um sumarið sótti Björn
kristilegt stúdentamót í Finnlandi, en næsta vetur kenndi hann börnum
hjá föður sínum á Auðkúlu, og haustið 1907 vígðist hann til Tjarnar
á Vatnsnesi.9 Hann kvæntist 11. september það ár Guðrúnu Sigríði