Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2016, Síða 16

Andvari - 01.01.2016, Síða 16
14 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI fullyrða, að hann hafi að talsverðu leyti mótast af trúfræði Magnúsar Eiríkssonar, föðurbróður síns,“ skrifaði Jón Eyþórsson. „Séra Stefán mun hafa orðið einna fyrstur íslenskra presta til að hafna eilífri út- skúfun í boðskap sínum.“5 Samdi hann Hugvekjur til húslestra, sem komu út 1885.6 Séra Stefán andaðist að Auðkúlu 17. júní 1930. Síðari kona hans, Þóra, lést 1947. Móðurafi Olafs Björnssonar og nafni, Ólafur Ólafsson, fæddist í Hafnarfirði 23. ágúst 1860, sonur Ólafs kaupmanns Jónssonar og konu hans, Mettu Kristínar Ólafsdóttur. Hann lauk prófi úr Prestaskólanum 1885, vígðist þá um haustið til Lundar í Lundarreykjadal í Borgarfirði og kvæntist um sama leyti Ingibjörgu Pálsdóttur. Hún var fædd 17. janú- ar 1855, dóttir hjónanna Páls prests Jónssonar Mathiesens í Arnarbæli í Ölfusi og Guðlaugar Þorsteinsdóttur frá Núpakoti undir Eyjaíjöllum. Þau hjónin eignuðust fimm börn, sem upp komust. Elstur var Páll Ólafur Ólafsson útgerðarmaður. Kona hans var Hildur Stefánsdóttir, systir séra Björns Stefánssonar á Auðkúlu. Næstelstur var Jón Foss (Ólafsson) læknir, sem lést ungur. Þriðja barnið var Kristín Ólafsdóttir, sem lauk fyrst íslenskra kvenna læknisprófi og giftist Vilmundi Jónssyni land- lækni. Fjórða í röðinni var móðir Ólafs Björnssonar, Guðrún Sigríður Ólafsdóttir. Með því að hún giftist séra Birni Stefánssyni á Auðkúlu, voru tvöfaldar mægðir á milli systkinanna Páls og Guðrúnar Ólafsbarna og Hildar og Björns Stefánsbarna. Yngsta barnið var Ásta Ólafsdóttir, sem giftist Ölafi Bjarnasyni í Brautarholti á Kjalarnesi. Á meðal barna þeirra er Ólafur Ólafsson landlæknir. Árið 1902 fékk séra Ólafur Ólafsson Hjarðarholt í Dölum. Þar reisti hann með aðstoð vinar síns, Thors Jensens, fallega kirkju, sem Rögnvaldur Ólafsson teiknaði, og var hún fyrsta krosskirkja landsins.7 Ólafur rak líka heimavistarskóla í Hjarðarholti í átta ár af miklum myndarskap. Hann hætti prestsskap 1919 og fluttist ásamt konu sinni til Reykjavíkur. Á efri árum lagði Ólafur fyrir sig málaralist, en einnig orti hann nokkuð. Ingibjörg and- aðist 9. október 1929, en séra Ólafur 13. mars 1935.8 Faðir Ólafs Björnssonar, séra Björn Stefánsson, fæddist að Berg- stöðum í Svartárdal 13. mars 1881. Eftir stúdentspróf sumarið 1902 var hann heimiliskennari einn vetur á Akureyri, en eftir það lá leiðin í Prestaskólann, og lauk hann prófi þaðan 1906. Um sumarið sótti Björn kristilegt stúdentamót í Finnlandi, en næsta vetur kenndi hann börnum hjá föður sínum á Auðkúlu, og haustið 1907 vígðist hann til Tjarnar á Vatnsnesi.9 Hann kvæntist 11. september það ár Guðrúnu Sigríði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.