Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 84

Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 84
82 BJÖRN ÞORSTEINSSON ANDVARI ef ekki beiniínis sprottið af henni, finna að hún er forsenda lífsins. Ég er ég, þú ert þú og við erum við af því að við veljum okkur stað, erum, getum ekki verið við sjálf nema andspænis Oskju (eða öðru sambærilegu tákni jarðar) og getum horfið þangað sífellt aftur, ef ekki í raunveruleikanum þá í huganum. Við stöndum á jörðinni, byggjum, yrkjum og rústum hana, ef svo ber undir, af því að við fæðumst til hennar og getum eingöngu fundið sjálf okkur andspænis henni, í ljósi hennar eða faðmi. Hún er því upphaf og endir allra tilfinninga okkar fyrir veruleikanum í heild sinni. Og þá líka fyrir sjálfum okkur sem íbúum heimsins. Hún er forsenda þess að við séum við, séum saman og með sjálfum okkur.23 Óhætt er að fullyrða að framlag Páls til skipulegrar hugsunar um náttúruna hefur orðið náttúruunnendum mikilsverður innblástur - og svo mun eflaust verða um ókomna tíð. Stjórnmál Það er við hæfi að ljúka þessari umfjöllun um framlag Páls Skúlasonar til menningar- og samfélagsumræðu á Islandi með því að skoða sérstaklega hvaða augum hann leit stjórnmál og hvernig hann miðlaði þeirri sýn til ann- arra borgara þessa lands. Arið 1978 flutti hann erindi í Ríkisútvarpinu sem bar heitið „Heimspeki og stjórnmál“ en birtist síðar í Pœlingum undir heitinu „Hvað eru stjórnmál?“. Þar lýsti Páll þeirri skoðun sinni að öllum þeim sem láta sig stjórnmál varða sé nauðsynlegt að huga að fræðilegum undirstöð- um þeirra, ekki síst þeim hugtökum sem stjórnmálin snúast um. Sem dæmi um slík hugtök nefnir Páll vald, rétt, lög og ríki, og gerir því síðastnefnda síðan sérstök skil í erindinu.24 Þar slær hann tón sem átti eftir að óma lengi í hugsun hans, og raunar má með góðum rökum halda því fram að hugtakið um ríkið hafi alla tíð leikið ráðandi hlutverk í hugsun Páls um stjórnmál. Kjarninn í afstöðu Páls til ríkisins er sá að okkur beri að líta á ríkið sem „skynsamlegt skipulag samfélagsins sem gerir þegnum þess kleift að hugsa og taka ákvarðanir undir sjónarhorni heildarinnar“.25 Vissulega sé hægt að skilja ríkið öðrum skilningi, til dæmis sem handbendi tiltekinna þjóðfélags- hópa eða sem einbera illa nauðsyn, en sú hugmynd sem er vænlegust til að efla og bæta samfélag okkar sé tvímælalaust sú fyrstnefnda, sem Páll kallar skynsemisviðhorfið til ríkisins. Páll lauk síðara kjörtímabili sínu sem háskólarektor um mitt ár 2005 og rúmu ári seinna kvaddi hann sér hljóðs í þjóðmálaumræðunni svo um mun- aði með fyrirlestrinum „Menning og markaðshyggja“ sem haldinn var í Norræna húsinu í boði Stofnunar Sigurðar Nordals - á afmælisdegi Sigurðar sjálfs.26 í erindinu var Páll ómyrkur í máli um þau sjónarmið markaðarins sem hann taldi tröllríða íslensku þjóðlífi (og raunar lífi annarra þjóða líka).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.