Andvari - 01.01.2016, Síða 84
82
BJÖRN ÞORSTEINSSON
ANDVARI
ef ekki beiniínis sprottið af henni, finna að hún er forsenda lífsins. Ég er ég, þú ert
þú og við erum við af því að við veljum okkur stað, erum, getum ekki verið við
sjálf nema andspænis Oskju (eða öðru sambærilegu tákni jarðar) og getum horfið
þangað sífellt aftur, ef ekki í raunveruleikanum þá í huganum. Við stöndum á
jörðinni, byggjum, yrkjum og rústum hana, ef svo ber undir, af því að við fæðumst
til hennar og getum eingöngu fundið sjálf okkur andspænis henni, í ljósi hennar
eða faðmi. Hún er því upphaf og endir allra tilfinninga okkar fyrir veruleikanum
í heild sinni. Og þá líka fyrir sjálfum okkur sem íbúum heimsins. Hún er forsenda
þess að við séum við, séum saman og með sjálfum okkur.23
Óhætt er að fullyrða að framlag Páls til skipulegrar hugsunar um náttúruna
hefur orðið náttúruunnendum mikilsverður innblástur - og svo mun eflaust
verða um ókomna tíð.
Stjórnmál
Það er við hæfi að ljúka þessari umfjöllun um framlag Páls Skúlasonar til
menningar- og samfélagsumræðu á Islandi með því að skoða sérstaklega
hvaða augum hann leit stjórnmál og hvernig hann miðlaði þeirri sýn til ann-
arra borgara þessa lands. Arið 1978 flutti hann erindi í Ríkisútvarpinu sem
bar heitið „Heimspeki og stjórnmál“ en birtist síðar í Pœlingum undir heitinu
„Hvað eru stjórnmál?“. Þar lýsti Páll þeirri skoðun sinni að öllum þeim sem
láta sig stjórnmál varða sé nauðsynlegt að huga að fræðilegum undirstöð-
um þeirra, ekki síst þeim hugtökum sem stjórnmálin snúast um. Sem dæmi
um slík hugtök nefnir Páll vald, rétt, lög og ríki, og gerir því síðastnefnda
síðan sérstök skil í erindinu.24 Þar slær hann tón sem átti eftir að óma lengi
í hugsun hans, og raunar má með góðum rökum halda því fram að hugtakið
um ríkið hafi alla tíð leikið ráðandi hlutverk í hugsun Páls um stjórnmál.
Kjarninn í afstöðu Páls til ríkisins er sá að okkur beri að líta á ríkið sem
„skynsamlegt skipulag samfélagsins sem gerir þegnum þess kleift að hugsa
og taka ákvarðanir undir sjónarhorni heildarinnar“.25 Vissulega sé hægt að
skilja ríkið öðrum skilningi, til dæmis sem handbendi tiltekinna þjóðfélags-
hópa eða sem einbera illa nauðsyn, en sú hugmynd sem er vænlegust til að
efla og bæta samfélag okkar sé tvímælalaust sú fyrstnefnda, sem Páll kallar
skynsemisviðhorfið til ríkisins.
Páll lauk síðara kjörtímabili sínu sem háskólarektor um mitt ár 2005 og
rúmu ári seinna kvaddi hann sér hljóðs í þjóðmálaumræðunni svo um mun-
aði með fyrirlestrinum „Menning og markaðshyggja“ sem haldinn var í
Norræna húsinu í boði Stofnunar Sigurðar Nordals - á afmælisdegi Sigurðar
sjálfs.26 í erindinu var Páll ómyrkur í máli um þau sjónarmið markaðarins
sem hann taldi tröllríða íslensku þjóðlífi (og raunar lífi annarra þjóða líka).