Andvari - 01.01.2016, Side 50
48
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
séra Björns, giftist Jóni Reyni Magnússyni verkfræðingi, sem lengi
var framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins. Hún lést 2009. Yngri
systirin, Ólöf Birna, giftist Jóni Ólafssyni hæstaréttarlögmanni, sem
rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík. Stóðu hálfsystur Ólafs honum
nær í stjórnmálum en alsysturnar þrjár. Samband Ólafs við hálfsystur
sínar var gott, en ekki mikið.
Þau Ólafur Björnsson og Guðrún Aradóttir fluttust 1949 í mynd-
arlegt hús við Aragötu 5, í næsta nágrenni Háskólans. Alexander
Jóhannesson prófessor, sem var mjög framtakssamur, hafði stofnað
byggingarsamvinnufélag háskólakennara árið 1947, og var því út-
hlutað einhverjum eftirsóttustu lóðum í bænum, við Oddagötu og
Aragötu. Fengu háskólamennirnir lán á góðum kjörum, sem voru í
því fólgin, að Sáttmálasjóður Háskólans keypti skuldabréf af bygg-
ingarfélaginu, en það lánaði síðan húsbyggjendum, og var ríkis-
ábyrgð á skuldabréfinu. Námu þessi lán tæpum helmingi kostnaðar-
verðs, eftir því sem næst verður komist.163 Munaði um þetta, því að
þá var ekki til nein Húsnæðismálastofnun ríkisins og því síður neinn
Ibúðalánasjóður. Leituðu væntanlegir húsbyggjendur aðallega til veð-
deildar Landsbankans um lán. Ólafur Björnsson og Guðrún Aradóttir
eignuðust þrjá syni. Ari Helgi fæddist 10. desember 1946, Björn
Gunnar 25. maí 1949 og Örnólfur Jónas 20. febrúar 1951. Ólafur var
ekki með bílpróf og gekk jafnan frá Aragötu til vinnu sinnar. „Það var
undantekning í þeirri kynslóð, sem ég tilheyri, að menn ættu bíl og ég
auk þess úr sveit,“ sagði hann. Hann eignaðist ekki bíl fyrr en seint á
ævinni, og þá óku synir hans honum. „Eg hef ekki saknað þess að geta
ekki ekið bíl, hef aldrei haft verulegan áhuga á því og hef komist vel
af án þess. Ég tímdi hreinlega aldrei að eyða tíma í að taka bílpróf.“164
„Ólafur Björnsson er svona alveg eins og almenningur hugsar sér, að
prófessor eigi að vera,“ sagði eitt sinn í palladómi um frambjóðendur til
þings.165 Margar sögur voru sagðar af því, að Ólafur væri utan við sig.
Ein lífseigasta sagan var sú, sem nágranni hans á Aragötu, Armann
Snævarr lagaprófessor, sagði. Hann mætti Ólafi eitt sinn með barna-
vagn, en Ari, elsti sonur þeirra Guðrúnar, var þá kornabarn. Þegar
hinn hreykni faðir ætlaði að sýna Armanni frumburðinn, greip hann
í tómt. Ekkert barn var í vagninum! Sá sannleikskjarni er í þessari
sögu, að Guðrún hafði eitt sinn farið í heimsókn með Ara, sem síðan
var orðinn þreyttur, svo að hún bað Ólaf að sækja þau og taka með sér
barnavagn, svo að þau gætu ekið króganum heim. Önnur saga var af