Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 23

Andvari - 01.01.2016, Side 23
ANDVARI ÓLAFUR BJÖRNSSON 21 var, fljótlega eftir að ég hóf mitt nám,“ sagði Klemens Tryggvason, „að hann naut virðingar kennara og samstúdenta sakir þekkingar sinnar og skarpskyggni.“36 Arið 1937 stunduðu fjórir íslendingar hag- fræðinám í Kaupmannahafnarháskóla, auk Olafs og Klemensar þeir Torfi Asgeirsson og Gunnar Björnsson.37 Umgekkst Ólafur aðallega Klemens, sem bjó síðasta ár hans í Kaupmannahöfn á sama stúdenta- garði. Um þetta leyti og í tengslum við rannsóknir sínar í hagfræði kynnt- ist Ólafur Björnsson tveimur verkum, sem höfðu mikil áhrif á hann. Annað þeirra var bókin Die Gemeinwirtschaft eftir austurríska hag- fræðinginn Lúðvík von Mises, sem kom fyrst út árið 1922, en ensk þýðing hennar var gefin út 1936.38 Helstu röksemdir sínar hafði Mises þegar sett fram í tímaritsgrein árið 1920.39 Hann kvað miðstýrðan áætlunarbúskap eins og sósíalistar hugsuðu sér um þær mundir ófram- kvæmanlegan í þeim skilningi, að hann gæti aldrei náð tilgangi sínum. Mises leiddi rök að því, að nýting framleiðslutækjanna yrði þá og því aðeins hagkvæm, að á öllum afurðum fengi að myndast verð, sem veitti upplýsingar um kostnaðinn af hinum ýmsu möguleikum. Eina leiðin til að ná því marki væri á frjálsum markaði. Hvernig átti til dæmis að skera úr því, hvort hagkvæmara væri að leggja veg eða járn- braut milli tveggja staða? Eða hvort ætti að sá hveiti eða byggi í akur? Eða framleiða 10 lítra af vatni eða 10 lítra af víni? Óteljandi slíkum spurningum er svarað daglega á frjálsum markaði. En engin leið er til að svara þeim við miðstýrðan áætlunarbúskap. Starfsmenn miðstjórn- arinnar kunna engin ráð til þess að reikna út kostnaðinn af hinum ýmsu möguleikum, sem í boði eru. Þeir geta borið saman magn, en þeir geta ekki mælt saman hagkvæmni ólíkra möguleika. Þeir geta ekki gefið ólíkum möguleikum peningagildi, ekki metið þá til fjár í einni og sömu einingu. „Ráðamenn í sameignarskipulagi verða að stýra fleyi sínu um hafsjó hugsanlegra aðferða án þeirrar lífsnauðsyn- legu leiðarstjörnu, sem verðmyndun á frjálsum markaði er,“ skrifaði Mises.40 Eftir að einn lærisveinn von Mises, Friðrik Hayek, gerðist prófess- or í Hagfræðiskólanum í Lundúnum (London School of Economics), kynnti hann sjónarmið Mises með enskumælandi þjóðum. Hann rit- stýrði hinni bókinni, sem olli skoðanaskiptum Ólafs Björnssonar, greinasafninu Collectivistic Economic Planning, sem kom út 1935.41 Þar var ritgerð Mises frá 1920 birt, en einnig ýmsar aðrar ritgerðir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.