Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 29

Andvari - 01.01.2016, Page 29
ANDVARI ÓLAFUR BJÖRNSSON 27 vanefndir Dana væru ekki að vilja þeirra sjálfra, heldur vegna her- námsins. Bjarni var nú orðinn handgenginn Olafi Thors, formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra minnihlutastjórnarinnar, sem mynduð hafði verið vorið 1942. Ætluðu þeir Olafur og Bjarni að hraða lýðveldisstofnun í stað þess að bíða eftir því, að sambandslagasátt- málinn kæmi til endurskoðunar eftir 25 ár, árið 1943.68 Þótt langflestir íslendingar vildu slíta sambandslagasáttmálanum, eftir að þess væri kostur 1943, sættu fyrirætlanir þeirra Olafs og Bjarna um tafarlausan aðskilnað án nokkurs samráðs við Dani hins vegar nokkurri andstöðu innan lands. Gylfi Þ. Gíslason varð einna fyrstur til að hreyfa andmæl- um við aðskilnaði í útvarpserindi í apríl 1942. Einnig hafði Hannibal Valdimarsson skrifað í sama anda í Skutul á Isafirði þegar árið 1941, en fáir veitt því athygli.69 Ólafur Björnsson var sammála Gylfa Þ. Gíslasyni, en vissi ekki af skrifum Hannibals Valdimarssonar. Þeir Ólafur og Klemens Tryggvason voru þá báðir einhleypir, og fóru þeir í sumarleyfi austur á Kirkjubæjarklaustur í nokkra daga sumarið 1942. Þá ræddi Ólafur málið við Klemens. „Við vissum um marga áhrifamenn, sem töldu þessa meðferð sambandsmálsins mikið óráð, en þeir voru ófúsir á að ganga fram fyrir skjöldu, og lítið samband var milli þeirra,“ sagði Klemens.70 Þegar þeir sneru aftur til Reykjavíkur, söfnuðu þeir undir- skriftum 60 áhrifamanna undir áskorun til Alþingis um að fresta sam- bandsslitum. Voru margir þjóðkunnir menn í hópnum, þar á meðal Árni Pálsson prófessor, Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur, dr. Björn Þórðarson lögmaður (sem varð forsætisráðherra utanþingsstjórnarinn- ar skömmu síðar), Helgi Guðmundsson bankastjóri, Sigurður Nordal prófessor, Tómas Guðmundsson skáld og Þorsteinn Þorsteinsson hag- stofustjóri. Hinn 17. ágúst gengu þeir Klemens Tryggvason, Árni Pálsson og Helgi Guðmundsson á fund Ólafs Thors forsætisráðherra og skýrðu honum frá áskoruninni.71 Forsætisráðherra mæltist eindregið til þess, að áskorunin yrði ekki birt opinberlega. Þótt hann segði gestum sínum ekki frá því, átti hann þá í viðræðum við Bandaríkjamenn, sem tekið höfðu að sér hervernd Islands sumarið 1941, um viðurkenningu á fullu sjálfstæði íslands. Bandaríkjamenn vildu ekki styggja Dani um of og höfðu gert Ólafi orð þegar í júlí 1942 um að fresta lýðveldis- stofnun samkvæmt ákvæðum um 25 ára gildistíma sambandslagasátt- málans, og skyldu þeir þá viðurkenna lýðveldið. Taldi Ólafur Thors sig ekki eiga annars úrkosti en verða við beiðni Bandaríkjamanna,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.