Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Síða 10

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Síða 10
8 Bjarni Guðmundson ÁHRIF VERKUNAR Á HOLLUSTU ÞURRHEYS Innqanqur Lengi vel var því lítill gaumur gefinn að lífverur í heyi gætu valdið mönnum og búfé óþægindum eða heilsutjóni (1). Aðrir þættir þóttu forvltnilegri til rannsókna. Á tveimur síðustu áratugum hefur þekking á þessu sviði vaxið mjög í kjölfar rannsókna sem læknar, örverufræðingar og búvísindamenn hafa stundað, - framan af hver fyrir sig, en með vaxandi samvinnu á síðustu árum. í eftirfarandi kafla verður fjallað um heyverkunina með tiliiti til þeirra áhrifa, sem hún getur haft á þrif lífvera í heyi. Með verkun heysins er lagður grundvöllur að því, sem síðar gerist í heyinu. Þá kann að reynast dýrt og jafnvel ógerlegt að ráða bót á því, sem úrskeiðis fór í byrjun. Þessu samhengi má ekki gleyma. Athyglinni verður einkum beint að þáttum, sem varða þurrheysgerðina, enda er megin hluti töðufengs landsmanna verkaður þannig. Ennfremur virðist alvarlegt heilsutjón bænda tengdara þurrheyi en öðru fóðri. Hafa verður hugfast, að það, sem veldur hirðinum heilsutjóni, getur líka valdið búfénu hliðstæðum óþægindum. Vöxtur og þrif lífveranna í heyi þrífast ýmsar lífverur. Nefna má bakteríur, sveppi og heymaura - hver með sín sérkenni og markaðar kröfur til umhverfis. í heyinu hafa þær flest sem til lífsins þarf: vatn, súrefni, yl og næringu. Við hagstæð skilyrði auka þær kyn sitt með undraverðum hraða. Lífverur þessar eru í besta falli meinlausar, en oftar þó til meiri eða minni skaða. Þær rýra fóðurgildi heyslns og lystugleika þess, og þær geta ógnað heilsu búfjár, sem etur heyið, og manna, sem meðhöndla það. Þegar hátterni og umhverfiskröfur lífveranna eru þekktar er unnt að haga heyverkun svo að takmarkaður sé vöxtur þeirra. Við verkun heyfóðurs til geymslu er einum eða fleiri eftirtalinna umhverfisþátta stjórnað með markvissum hætti: sýrustigi - rakastigi (vatnsvirkni) - súrefni - hitastigi Við þurrheysgerðina er rakastiginu stjórnað, en hitastig umhverfis getur að sönnu ráðið nokkru um það, hver áhrif rakans í heyinu verða í einstökum tilvikum. Vatnsvirkni heysins Fyrir lífverurnar er það ekki vatnsmagnið sjálft, sem málinu skiptir, heldur það, hversu aðgengilegt vatnið er þeim. í stað þess að tala um rakastigið í heyinu, sem er hinn gamalkunni mælikvarði á vatnsinnihaldið, hentar betur að nota aðra mælistærð, sem nefnd hefur verið vatnsvirkni. Nafnið lýsir því, sem við er átt, þ.e. virkni vatnsins fyrir lífverurnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.