Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 13

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 13
11 1,0 Hæsti hiti í heyi, sem vænta má Fóðurskemmdir Smáverur, sem geta þrifist í heyinu 0,9 w z cn >• UJ f 0,8 tr > w z I 0,7 0,6 45-65' 40-45' 35-40' Geislasveppir ’ (heymædi) Hætta á , fóður- skemmdum: 25-35' Myglu- r sveppir Skaðlegir y heymaurar (heymæði) Óveruleg hætta á hitamyndun Geymsluhæft § þurrhey S 3. mynd. Áhrif vatnsvirkni í heyi á hitamyndun, fóðurskemmdir og örveruvöxt (5). Nokkrir skaðvaldar Myglusveppir eru jafnan taldir alvarlegustu skaðvaldar við geymslu þurrheys og þurrmetis. Gjarnan er gerður greinarmunur á flóru heys á velli og heys í geymslu (6). Talið er, að sú örveruflóra, sem er í heyi á velíi þoli ekki minni vatnsvirkni en 0,85 (7). Hún skiptir því litlu máli fyrir geymsluhæfni heysins. Örveruflóru heys í geymslu einkenna einkum tegundirnar Rhizopus, Aspergillus og Penicillum (8). Við hagstæð hitaskilyrði geta tegundir þessar myndað mögnuð eiturefni - toxin (9,10). Umhverfiskröfur tegundanna má m.a. lesa af 2. mynd. Sé heyið hirt rakt í hlöðu með ófullkominni eða rangri súgþurrkun taka sveppirnir til starfa, einn af öðrum, og heyhitlnn stígur. Myglu- vöxturinn gerir um sig, fóðurefni tapast og fóðrunarvirði heysins rýrnar til muna, jafnvel þótt hitamyndun verði takmörkuð (10,11). Staðbundinn mygluvöxtur er alvarlegt vandamál. Hann verður gjarnan í kringum blautar heytuggur í stæðu, en líka þar sem þurrkun heysins gengur óeðlilega hægt, svo sem í fastbundnum heyböggum. Vonlítið er t.d. að ná myglulausri verkun í böggum, sem eru þéttari í sér en nemur 100 kg þurrefnis í m"5. Heymæði hefur verið rakin til tveggja geislasveppa, sem geta þrifist vel í röku heyi: Micropolyspora faeni og Thermoactinomyces vulgaris. Komist gro þessara sveppa niður í

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.