Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 15

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 15
13 Ráðstafanir til úrbóta Ráð til þess að verka heilnæmt þurrhey eru flest gamalkunn. Þau felast í því að beita þekkingu og vönduðum vinnubrögðum. Ömurlegt er að þurfa að kasta miklum fjármunum til þess að bæta úr skaðanum eftir á, skaða sem ef til vill kostaði lítið nema búvit og verkvöndun að fyrirbyggja. Heiisutjón af umgengni við illa verkað þurrhey verður sjaldan bætt að fullu. Það sýna ýmis dæmi um lungnasjúkdóma sveitafólks. En af fyrirbyggjandi aðgerðum má einkum nefna: a. Þéttar þurrheyshlöður með þurrum grunni (gólfi), þannig að slagregn, foksnjór, jarðraki og leysingavatn nái aldrei til heysins. b. Hreinlæti í hlöðu. Heyrusl þrifið vandlega af gólfl, syllum og undan sperrum. Sé mengun vegna myglu og maura mjög römm, kemur til greina að sótthreinsa hlöðuna með lyfjum. c. Allt gert til þess að heyið þörni sem jafnast og hraðast. Heyið sé lyskrulaust við hirðingu, því jafnað vandlega í hlöðu og súgþurrkunin nýtt til hlítar. í heyinu má alls ekki hitna. Heimildir 1. Tryggvi Ásmundsson 1975. Heymæði. Freyr 71 (7-8): 193, 197-199. 2. Bjarni Guðmundsson og Thorkil E. Hallas 1985. Water activity, moisture content and concentration of mites in stored hay in Iceland. ísl. landbún. 17, (1-2): 39-44. 3. Lacey, 3. 1987. Exposure of farm workers to fungi and actinomycetes while harvesting cereal crops and handling stored grain. European Oourn. Respiratory Diseases, Suppl. No. 154, Vol. 71: 37-43. 4. Markús k. Einarsson 1976. Veðurfar á íslandi. Iðunn, Reykjavík, 150 bls. 5. Bjarni Guðmundsson 1985. Vatnsvirkni þurrheys. Handbók bænda, 35: 179-186. 6. Kaspersson, A. 1986. The role of fungi in deterioration of stored feeds. Inst. f. mikrobiol. SLU, Uppsala, Raport 31 (diss.). 7. Lindgren, S. 1987. Persónulegar upplýsingar 8. Davíð Gíslason 1985. Heysjúkdómar. Handbók bænda. 35: 207-211.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.