Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 18

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 18
16 forþurrkun væri vænleg í votheysgerð og var alveg horfinn frá þvi aö verka vothey með því að láta hitna 1 því en það haföi verið viðurkennd aðferð til jafns við að fergja heyið strax og koma í veg fyrir hitamyndun. Hefur áhugi og reynsla Runólfs eflaust átt þátt i þvi að menn lögðu út á þá braut að fóðra búfé eingöngu á votheyi eins og nú tiðkast á Vestfjörðum og viðar. Runólfur skrifaði grein um votheysverkun 1947 (6). Bæði fyrr og siðar hafa ýmsir góðir menn hvatt til votheysverkunar i ræöu og riti þó að þeir séu ekki nefndir hér. Hvanneyringar hafa löngum verið þar i fararbroddi þó aö starfsmenn Búnaðarfélags Islands og Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins hafi ekki látið sitt eftir liggja. Gallarnir á votheysverkuninni fóru smám saman að koma i ljós. Verkunin er vandasöm og fyrsta flokks vothey fæst ekki nema úr úrvals grasi eða grænfóðri. Misheppnist verkun getur tvennt gerst. a) Sýklar vaxa i heyinu og mestu tjóni veldur Hvanneyrarveikin illræmda (listeriosis) þó að aórar sóttkveikjur sjaldægfari geti orðið skepnum aö tjóni. R Hvanneyri hafði þessi veiki sýkt og drepið kindur i tið Halldórs Vilhjálmssonar og var veikin kennd við Hvanneyri og kölluð Hvanneyrarveiki. Páll A. Pálsson skrifaði grein 1970 (7) og leggur þar til að þessu nafni veröi haldið. I þessari grein er aö finna meðal annars þetta um sjúkdóminn: -Guðmundur Gislason kannaði hve margt fé fórst eóa veiktist af Hvanneyrarveiki i Strandasýslu. Var það um 2% af fénu. Þar fyrri utan veldur sýkin töluverðu tjóni vegna lambaláts. Sýkillinn hefur þar að auki verið staðfestur i hrossum, hænsnum og mönnum. Hann getur lifað i illa verkuðu votheyi og skemmdu þurrheyi. Miklu sjaldgæfara er að fé sýkist af þurrheysrekjum en votheyi þó að það komi fyrir. Samkvæmt athugun Guömundar Gislasonar varö Hvanneyarveiki vart i 57% þeirra hjarða sem fengu vothey en aðeins 1.4% þeirra sem ekki fengu neitt vothey. Þessi niðurstaða bendir ótvirætt til þess að fé sem fóðraö er með votheyi sé miklum mun hættara viö að fá Hvanneyrarveiki en þeim sem fá aðeins þurrhey-. b) Ef heyið gerjast ekki með mjólkursýrugerjun, loft hefur komist að heyinu, verður það daunillt og meingar allt úti og inni, mjólk sem annaö. Þar að auki veldur slikt hey súrdoða i kúm ef þær fá verulegt hlutfall af þvi og eru dæmi til aö bændur

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.