Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 24

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 24
22 MENjUNARÞÆTTI r , A mjög mörgum vinnustöðum er ryk mikið yandamál. Ryk hefur mismunandi samsetningu og getur því haft mismunandi heilsufarsáhrif. Það er velþekkt að ryk sé vandamál í landbúnaði t.d. eru sjúkdcmar sem rekja má til mengunar við meðhöndlun á mygluðu fóðri líklegast meðal elstu atvinnusjúkdcma í heimi. Rykið sem losnar út í andrúmsloftið við heygjöf getur verið mjög mismunandi. í fyrsta lagi getur verið um ryk af sjálfu heyinu að rasða sem þá er líklega mjög gróft ryk sem ekki helst svífandi í loftinu í lengri tíma eins og örfínt ryk getur gert. Einnig getur verið um moldarryk að ræða sem borist hefur með heyinu við hirðingu. Reikna má með að þetta tvenns konar ryk stöðvist að mestu í efri hlutum öndunarfæranna andi menn því að sér og geti valdið ertingu og óþægindum en varla sjúkdcmum. Markmiöið með hinum mismunandi verkunaraðferðum á heyi er að viðhalda næringargildi þess og kcma í veg fyrir vöxt örvera. Iðulega skaþast þó ágæt vaxtarskilyrði fyrir örverur, en þau eru t.d. háð raka- og hitastigi. Þegar örverunum fjölgar versna yfirleitt vaxtarskilyrði þeirra og þannig tekur ein örveruflóran við af annarri yfir vetrarmánuðina. Við gjafir losna síöan örverurnar út í andrúmsloftið og þar sem þær eru mjög smáar geta þær borist djúpt ofan í öndunarfæri manna. Hér er bæði um bakteríur og myglugró að ræða. I ytri frumuveggjum sumra baktería (gram-negatífa) er efni sem nefnist endótoxín. Efnafræöilega er endótoxín lípópólýsakkaríðmólekúl (fitufjölsykrumólikúl) og eru eituráhrifin bundin við þann hluta mólikúlsins sem samanstendur af lípiði, svokallað lípió A. MÓtefnisvaka eiginleikarnir stjórnast fremst af pólýsakkaríðkeðjunni. Þegar þessar bakteríur drepast brotna frumuveggirnir niður og við gjafir berast endótoxín út í andrúmsloftið með hitakasti, þyngslum fyrir brjósti og hósta sem hugsanleg afleiðing andi menn því að sér.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.