Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 25

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 25
23 MÆLIAÐEERDIR Sýratökuað ferð Rannsóknin beintist aðallega að því hvaða mengun bændur verða fyrir við heygjöf. Til að fá sem besta mynd af því báru þeir sérstakan sýratökubúnað á sér við gegningar. BÚraðurinn samanstóó af loftdælu sem sogaði ákveðið magn af lofti á mínútu í gegnum síu sem staðsett var nálægt vitum viðkomandi og safnaöi þannig á sig ryki sem fannst í andrúmsloftinu hverju sinni. Notaðar voru 2 dælur og tvenns konar síur hverju sinni. Anrars vegar til að athuga örverur og hins vegar til mælinga á magni endótoxíns. Ef skilja mátti auðveldlega á milli losun heysins og gjafar voru þeir verkþættir mældir sitt í hvoru lagi. Sýni voru einnig tekin af því heyi sean gefið var á meðan á mælingunum stóð til að athuga m.a. hvort finna mætti samband á milli lágs fóðurgildis og aukinrar mengunar við heygjöf. Greiningar Eftir sýratöku voru ryksýnin "innsigluð" og þau send til Svíþjóðar í greiningu. Örverusýnin voru skoðuð í sérstakri smásjá eftir ákveðra meðhöndlun og f jöldi og tegundir örvera ákvarðaðar. Með ræktun við mismurandi hitastig var síðan hlutfall lifandi örvera ákvarðað og einnig fór fram ranari tegundagreining. Aðferð sem notuð var er nefnd CAMNEA-aðferðin (Collection of airborne microorganisms on Nucleopore filters, estimation and analysis) (2). Greiningin var framkvæmd af Urban Palmgren, örverufræðingi við Lantbruksuniversitatet i Sigtuna. Þar sem loftmagnið san farið hafði í gegnum síuna var þekkt fæst fjöldi örvera í hverjum rúmmetra andrúmslofts. Á sama hátt þegar búið var að ákvarða magn endótoxína í sýnunum með svckallaðri Limulus-aðferð (3) fæst magn þeirra í hverjum rúmmetra lofts. Endótoxíngreinigin var framkvæmd af Monika Lundholm, bakteríu- fræðingi við Uppsala Universitat. Heysýnin voru greind á hefðbundinn hátt, m.a. ákvarðað próteinmagn, meltanleiki, fóðurgildi og þurrefnismagn.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.