Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 30

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 30
28 Af þessu má þó ráða að mengun geti orðið mjög mismunandi mikil við gjöf á lausu þurrheyi. Við gjöf á heyi verkað á anran hátt verður mengunin miklu minni þannig að mesta mengunin í þeim tilvikum er yfirleitt minni en minnsta mengunin við gjöf á lausu þurrheyi. Þetta á við um fjölda örvera, en magn endótoxíns getur einnig orðið talsvert við gjöf á bundnu þurrheyi. Eins og áður sagði var einu sinni mældur fjöldi örvera við mjaltir eftir gjöf á lausu þurrheyi og reyndist hann vera 0.07 x lO^/itt3, en var við sjálfa gjöfina 0.19 x lO^/m3 og við gjöf á votheyi stuttu seinna 0.03 x 10^/m3. Þetta sýnir að örverurnar geta svifið í langan tíma eftir að þær hafa losnað út í andrúmsloftið. Mjög erfitt er að gera samanburð á niðurstöðum þessara mengunarnBelinga og hugsanlegum heilsufarsáhrifum. Ekki eru til nein mengunarirörk fyrir hversu mikið magn af örverum eða endótoxíni megi finnast í andrúmsloftinu. Samkvæmt mælingum í Svíþjóð virðast mörkin fyrir örverur liggja í kringum 1 milljarð (1,0 x lO^/m3) í hverjum rúmmetra lofts, þ.e. ef menn verða fyrir meiri mengun er hætta á að áhrif kcmi í ljós. Þetta er auðvitað háð nörgum þáttum t.d. hversu lengi menn hafa unnið í slíku unihverfi, hversu lengi mengunin varir og einstaklingar eru einnig alltaf mismunandi viðkvæmir. Mjög fá sýni fara að þessu sinni yfir þessi mörk en hafa verður þó í huga að örveruflóran á íslandi er talsvert frábrugðin þeirri í Svíþjóð, þó ekki sé hægt að segja til um hvort búast megi við sterkari áhrifum af þeim sökum eða ekki. Svipaða sögu er að segja um endótoxín. í Svíþjóð hafa kanið fram einkenni þegar menn hafa orðið fyrir 0.1 - 0.5 ug/m3 af endótoxíni frá bómullarryki í u.þ.b. 8 stundir. Þetta mindi samsvara um 1.6 - 8 ug/m3 í 30 mínútum. Ekki er öruggt að hægt sé að líkja "lítilli" mengun í langan tíma við mikla mengun í skamman tíma, en ef það er gert kemur í ljós að um 6 sýni voru yfir þessum mörkum, þar af 4 langt yfir þeim. Ekki er vitað um nein sérstcSc áhrif eftir að viðkcmandi höfðu orðið fyrir þessari mengun. Hafa verður þá einnig í huga að líklegast er bcmullarryk fínna en heyryk og berst því auðveldar niður í lungnablöðrurnar en heyryk, sem stöðvast frekar í efri hlutum öndunarfæranna.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.